Saturday, March 31, 2007

JÆÆÆÆÆÆÆJ-a

Bloggletin endalausa.....

Er orðin hálflöt við þetta bloggdæmi enda hef ég sjaldan frá einhverju rosa merkilegu að segja!

En allavega, þessi helgi er fríhelgi hjá mér og hún er sko nýtt til hins ítrasta! Fórum áðan hjónin í Kolaportið og skoðuðum mannlífið, alltaf gaman að koma þangað og skoða :) Keyptum okkur hveitikökur þar en þær eru nú samt ekki nærri því eins góðar og Hrefna amma bjó alltaf til ;) Mmm þær voru æðislegar! Kíktum aðeins í Djásnið en þar eru seldar ýmsar svona "afrískar" vörur, mjög flottar... kíktum líka aðeins í Hagkaup en það var stutt stopp :)

Gestaherbergið okkar er að verða ekkert smá flott! Bjössinn minn málaði það um daginn en það er beinhvítt á litinn eða alveg eins og íbúðin er :) Svo áskotnaðist okkur hansahillur sem amma og afi áttu, en það er nýbúið að skipta búinu þeirra og fengum við slatta af hlutum þaðan, Hildur frænka fékk hansahillurnar í sinn hlut en hafði ekkert að gera með þær og bauð pabba þær sem svo leyfði okkur að fá þær, enda er ég svo gamaldags að þetta var eins og að fá fjársjóð, ætlum bara að pússa þær upp og bera á þær húsgagnaolíu og þá verða þær ennþá flottari.. erum samt sem áður búin að setja þær upp en ekkert mál er að taka þær niður eina og eina í einu! Þannig að gestaherbergið er að verða alveg rosalega kósý, verður líka frekar gamaldags herbergi :) En það er bara svo mikið ég!

Ætlum svo að taka baðið aðeins í gegn fyrir sumarið en það er vel kominn tími á að mála það enda ljósbleikbrúnt á litinn, verður flott þegar við verðum búin að gera það eins og við viljum hafa það.. Ekki bleikt, takk!

Annars er lítið að frétta en samt allt gott :) Ætlum að hafa það notalegt um helgina og njóta lífsins.. Gjörið slíkt hið sama kæru lesendur, (ef einhverjir eru ;) )

Eyglóin sem er í fríiiiiiiiiii!!! ;) ;)

Wednesday, March 14, 2007

Norðurferð :)

Við lögðum af stað norðu á Akureyri snemma á föstudaginn síðasta! Planið hafði verið að fara beint eftir vinnu á fimmtudaginn en færðin hafi orðið bandbrjáluð og við erum svo skynsöm að við ákváðum að bíða fram á næsta morgun :) Keyrðum í ágætu veðri minnir mig, ég er að verða alveg hrikalega gleymin.. Stoppuðum í Staðaskála og keyptum okkur pylsu, sem var reyndar held ég versta svona "sjoppupylsa" sem ég hef á ævinni keypt.. Vorum svo komin norður milli 14 og 15... Við tókum íbúð á leigu sem vélstjórafélagið á og fór alveg rosalega vel um okkur þar, ég var byrjuð að vera e-ð slöpp strax á fimmtudeginum svo að það var fínt að vera í sér íbúð ef ég þyrfti að hvíla mig, sem ég þurfti svo þegar leið á ferðina!

Á föstudagskvöldinu pöntuðum við pizzu með Guðrúnu og Jóa, Áslaug var með og einnig Gummi, rosalega góðar Domino's pizzur og skemmtilegur félagsskapur!

Laugardagurinn var nýttur í að sofa smá út minnir mig, aftur minnið að hrekkja mig, vorum svo mætt í hádeginu til tengdapabba í Skarðshlíðina í grjónagraut og slátur, slúrp, eendalaust góður grautur sko ;) Fórum svo fljótlega eftir það út á Dalvík að heimsækja afa og ömmu hans Bjössa, þau eru komin á Dalbæ sem er elliheimilið á Dalvík og þar fer svona vel um þau, þau sjá líka gamla húsið sitt beint af augum af ganginum svo að það er örugglega gaman fyrir þau :) Bjössa fannst samt skrýtið að heimsækja ekki afa sinn og ömmu á Hólaveginn þar sem þau bjuggu í fjöldamörg ár!! Get rétt svo ímyndað mér það..

Fórum upp í íbúð þar sem ég var að slappast e-ð, lagði mig aðeins og heimsóttum við svo Önnu Siggu og Friðjón, þau sætu hjón, alltaf svo gaman að hitta þau :) Þau voru nýlega komin heim frá París og var gaman að sjá myndir sem og video ;) gátum því miður bara stoppað rúman klukkutíma þar því að okkur ásamt Guðrún og co og Gumma auðvitað var boðið í mat hjá tengdapabba, lambalæri var það með kartöflum og grænmeti og bernaissósu... M-M-M mjög svo gott :) Fengum svo heimatilbúinn ís í eftirrétt sem var líka algjör snilld!!

Jæja svo um kvöldið heimsóttum við loks Helgu Maren og Ögmund og syni, loksins fengum við að sjá Bergvin Daða, hann er algjör prins og mjög fallegur, og bara æðislegur :) gaman að hitta þau loksins enda ekkert hist síðan í brúðkaupinu í október!!

Sunnudagurinn.. Fórum í jólahúsið og verð ég að segja að það er með eindæmum gaman að fara þangað, það er svo rooosalega flott þarna inni og sérstaklega eftir að þeir stækkuðu... Ég keypti þar einn jólasvein sem telur niður til jóla, alveg hrikalega flott!!! Kíktum svo aðeins á Áslaugu og skutluðum henni svo á samkomu :) Við fórum í búð og upp í íbúð.. Þar lagði ég mig í 2 klst, steinrotaðist enda orðin slatti slöpp! fórum svo í smá heimsókn til tengdapabba og og svo á Greifann, fengum okkur pizzu nautabanans en hún er SNILLD!!! Með nautakjöti og frönskum og bernaissósu :) Heimsókn til Guðrúnar og Jóa, ég kíkti á Sólveigi, mikið gaman :) kíktum svo í lok kvölds á Jónu Maríu en ég hafði þá ekki hitt hana í rúmlega 1 og 1/2 ár, eða síðan ég flutti suður! Æðislega gaman að hitta hana :)

Keyrðum heim á mánudeginum og ég búin að vera lasin heima síðan, með hita og hósta og brjálað kvef, illt í eyrum og fleira.... oj bara, en ég ætla þó að fara í vinnuna á morgun!!

Jæja, og í dag er miðvikudagur og ég ætla að fara að setja í þvottavél, allir glaðir að vita það!

Verið margblessuð vinir :)

Ykkar Eygló lasarus

Saturday, March 03, 2007

Afmæli, dúnsæng og Pizza Hut :)


Ég og Arna áttum afmæli í gær :) Uppáhalds dagurinn minn á árinu má eiginlega segja! Ég er svo mikið afmælisbarn og var alveg búin að telja niður í afmælið!! Hehe.. Takk allir sem mundu eftir deginum og glöddu mig með sms-um og kommentum á blogginu mínu :) Eftir vinnu kom Arna með yndin sín þrjú og svo kom mamma með stelpurnar hennar Írisar þar sem hún er í Brussel, loks komu svo Hrund og Thea og svo pabbi :) Gaman að hitta alla svona á sjálfan afmælisdaginn :) Ætlum svo að halda mini afmæli á sunnudaginn og ætla ég því að baka í dag og vera voðalega myndarleg ;) Ég fékk einn pakka í gær og það var frá honum Bjössa mínum, og viti menn, ég fékk alveg æðislega dúsæng, akkúrat það sem ég hafði óskað mér, svo þegar ég tók sængina úr pakkningunni þá duttu út tvær syrpur, ég er áskrifandi af þeim en vantaði inní nokkrar svo að hann gaf mér 2 inní það :) ÆÐISLEG gjöf og kortið var svo fallegt, ég felldi næstum tár!! Hehe.. Takk fyrir mig elskan mín ;-*
Við fórum svo á Pizza Hut um kvöldið, fengum okkur ostafylltar brauðstangir og pizzu :) Slúrp, þvílíkt góðar pizzur þarna, komum við á videoleigu á heimleiðinni og leigðum The Guardian, rosalega góð mynd, en fyndið þegar ég sagði kennitöluna mína til að leigja þá sagði afgreiðslugaurinn alveg "hey, áttu afmæli í dag?" ég játti því auðvitað og fékk hamingjuósk að launum :) Gaman að því, aldrei lent í þessu áður en ég óska alltaf fólki sem ég afgreiði til hamingju ef ég sé að það á afmæli, fólk verður alltaf jafn hissa að ég taki eftir því á kortinu ;)
Jæja við hjónin ætlum að fara í Bónus og versla hálfa búðina, og svo aðeins að útrétta, oh ég elska fríhelgar, svo hlakka ég alveg rooosalega til að fá pakka á morgun :)
Njótið helgarinnar í botn og verið blessuð :)
Ykkar Eygló afmælisbarn með meiru ;)