Ég er tvíburi og hef alltaf haft gaman af því :)
Fór í dag eftir vinnu með Örnu í Rúmfatalagerinn og mér fannst svo fyndið hvað afgreiðslustúlkan horfði, henni hefur eflaust fundist hún vera að sjá tvöfalt, hún skipist svo hratt á að horfa á okkur báðar :):)
Hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna fólk horfir á okkur eins og við séum ALVEG EINS!! Erum kannski að labba í Kringlunni og ef maður fer að skoða það þá tekur maður eftir að fólk horfir svolítið á okkur ;) Skondið bara. Nema hvað.. Áðan stóðum við Arna nokkuð nálægt sama spegli og þá sá ég það að við erum barasta nokkuð líkar :) (Er aldrei e-ð að pæla í því að við séum líkar svona í daglega lífinu) En ég hef meira að segja séð mig á mynd og haldið að það væri Arna og ekki bara í eitt skipti!!! Geggjað fyndið :) Svo að ég skil kannski fólk sem hefur aldrei séð okkur áður að finnast við alveg eins :):) En þetta var bara tvíburapæling dagsins :) Gaman að þessu ;););););)
En útí aðra sálma :) Erum að fara að taka til í gestaherberginu á eftir við Bjössi, eigum von á næturgestum á morgun svo að það er eins gott að það sé pláss :) Guðrún og Jói eru að koma og verða fram á sunnudag og það verður mjög gaman :):)
Annars er nú lítið að frétta :) Nema jú að við erum komin á nýjan bíl :) Æðislega Hondu CRV og það er ekkert smá gott að keyra hana :) Sjálfskipt og skiptingin er í stýrinu :):) Snilld.is
Hafið það annars gott kæru vinir og verið góð hvert við annað :)
Eygló - tvíburi ;)
Wednesday, September 19, 2007
Saturday, September 15, 2007
Ég er svo þakklát...
....Fyrir að eiga svona frábærar systur og foreldra sem eru alltaf til staðar fyrir mig og auðvitað Bjössa minn sem ég elska meira en allt í lífinu :)
TAKK :)
Þið eruð bestust :):):):):)
Jæja er að fara að heimsækja ömmu sætu.. Þangað til næst,
Bæ í bili
TAKK :)
Þið eruð bestust :):):):):)
Jæja er að fara að heimsækja ömmu sætu.. Þangað til næst,
Bæ í bili
Saturday, September 08, 2007
Ah, helgarfrí :)
Ég elska helgar :) Sérstaklega eftir að ég hætti að vinna þá! Það er svo notalegt að eiga helgarfrí, maður er búinn að vinna alla vikuna og þá er svo notalegt að labba úr vinnunni á föstudegi vitandi það að það er helgarfrí framundan og maður getur gert það sem manni langar til :)
Í dag erum við systurnar og co að fara austur á Selfoss til pabba og mömmu en þau voru að koma frá Mallorca í gær :):) Þau voru í 2 vikur og það er alltaf svo gaman að hitta þau eftir útlönd, fá að skoða myndir og já, bara hitta þau sem er alltaf skemmtilegt!! Svo eru tónleikar í Fíló í kvöld sem við Bjössi ætlum á, ég vona bara að Bjössi treysti sér á þá en hann er búinn að vera mjög lasinn og var með 39 stiga hita í marga daga, en í gær var fyrsti hitalausi dagurinn hans í viku! Brjáluð þessi flensa sem er að ganga!! Annars blikka ég bara Írisi með ;);) Arna og Hrund ætla líka svo að það verður örugglega gaman og tónleikarnir verða líka geggjaðir (svo sagði Lína mér, og ég trúi henni sko vel :))
Morgundagurinn er svo alveg óplanaður! Kannski höldum við áfram að gera gestaherbergið? Það væri gaman að fara að klára það.... Heyrðu ruglið í mér, Íris og co koma á morgun, Íris var nefnilega búin að panta nýbakaða skúffuköku og ÍSKALDA mjólk, :) nýi ísskápurinn okkar kælir svo vel að það besta sem ég veit núorðið er að fá mér ííískalda undanrennu í glas :) Og ég sem fékk mér aldrei, og þá meina ég aldrei, mjólkurglas hér áður!!! Arna líka skellihló eitt kvöldið þegar ég var hjá henni og sagði henni að mig langaði mest í íískalda undanrennu í glas!! Hehe
En jæja, við Arna ætlum að í Smáró áður en við förum austur en við förum sko EFTIR hádegið! Skil þau vel að sofa út eftir að koma heim að utan! :):)
Eigið alveg afspyrnu góða helgi :
Eygló sem er svo glöð :):):):)
Í dag erum við systurnar og co að fara austur á Selfoss til pabba og mömmu en þau voru að koma frá Mallorca í gær :):) Þau voru í 2 vikur og það er alltaf svo gaman að hitta þau eftir útlönd, fá að skoða myndir og já, bara hitta þau sem er alltaf skemmtilegt!! Svo eru tónleikar í Fíló í kvöld sem við Bjössi ætlum á, ég vona bara að Bjössi treysti sér á þá en hann er búinn að vera mjög lasinn og var með 39 stiga hita í marga daga, en í gær var fyrsti hitalausi dagurinn hans í viku! Brjáluð þessi flensa sem er að ganga!! Annars blikka ég bara Írisi með ;);) Arna og Hrund ætla líka svo að það verður örugglega gaman og tónleikarnir verða líka geggjaðir (svo sagði Lína mér, og ég trúi henni sko vel :))
Morgundagurinn er svo alveg óplanaður! Kannski höldum við áfram að gera gestaherbergið? Það væri gaman að fara að klára það.... Heyrðu ruglið í mér, Íris og co koma á morgun, Íris var nefnilega búin að panta nýbakaða skúffuköku og ÍSKALDA mjólk, :) nýi ísskápurinn okkar kælir svo vel að það besta sem ég veit núorðið er að fá mér ííískalda undanrennu í glas :) Og ég sem fékk mér aldrei, og þá meina ég aldrei, mjólkurglas hér áður!!! Arna líka skellihló eitt kvöldið þegar ég var hjá henni og sagði henni að mig langaði mest í íískalda undanrennu í glas!! Hehe
En jæja, við Arna ætlum að í Smáró áður en við förum austur en við förum sko EFTIR hádegið! Skil þau vel að sofa út eftir að koma heim að utan! :):)
Eigið alveg afspyrnu góða helgi :
Eygló sem er svo glöð :):):):)
Sunday, September 02, 2007
Aftur...
Var búin að blogga ágætis helling í gær en fékk svo eina ákveðna systur í heimsókn til mín í gær og það bara hvarf allt af skjánum, alveg óvart ;);) Þá er nú lítið annað hægt að gera en að skrifa upp á nýtt :)
Ég er búin að vera lasin alla síðustu viku, byrjaði á að veikjast í maganum á sunnudagskvöldið og var því heima úr vinnu á mánudaginn.. Mætti svo alveg galvösk í vinnu á þriðjudagsmorguninn en ég entist ekki nema klukkutíma.. Þá komin með brjálaðan hósta og mikið kvef :o/ Búin að vera að drepast úr kvefi og fá þessi þvílíkt vondu hóstaköst, fór upp á læknavakt á fimmtudagskvöldið því mér var ekki farið að standa á sama, aleins heima og átti hálferfitt með að anda milli hóstakastanna.. Bjakk, það fannst nú svo sem ekkert að nema bólgnir eitlar en ég fékk parkódín til að stilla hóstann svo ég gæti nú sofið e-ð!! Er svo búin að vera betri með hverjum deginum síðan þá. Ég ætla í vinnu á morgun :) Bjössi hins vegar er núna alveg heilmikið lasinn, fékk alveg 39,4 stiga hita í gær og ég hef aldrei séð hann svona veikann!! Gat nú lítið gert til að hjúkra honum annað en að gefa honum vatn en hann bara svaf allan daginn þetta yndi..
Í dag er sunnudagur og við erum búin að vera inni alla helgina, og verðum það áfram.
Erum svo að breyta gestaherberginu alveg :) Það er SVO skemmtilegt, við erum búin að henda út skápnum sem tók hálft herbergið, og gamla saumaborðinu sem amma gaf mér, það var orðið hálfljótt, en ég sakna þess nú samt smá! við keyptum okkur rosalega flotta kommóðu í Míru stíl, e-ð allt annað en ég þekkt fyrir að eiga á mínu heimili :) En gestaherbergið hefur verið hálfgerð geymsla en nú verður breyting þar á!! Erum búin að selja gamla rúmið mitt sem var gestarúm og ætlum að kaupa svefnsófa þar inn og gera herbergið voða kósý, enda fer ég létt með það ;);)
Well, ég ætla að taka aðeins til, hefur ekki verið mikil orka í það síðustu daga!
Njótið lífsins kæru vinir :)
Ég er búin að vera lasin alla síðustu viku, byrjaði á að veikjast í maganum á sunnudagskvöldið og var því heima úr vinnu á mánudaginn.. Mætti svo alveg galvösk í vinnu á þriðjudagsmorguninn en ég entist ekki nema klukkutíma.. Þá komin með brjálaðan hósta og mikið kvef :o/ Búin að vera að drepast úr kvefi og fá þessi þvílíkt vondu hóstaköst, fór upp á læknavakt á fimmtudagskvöldið því mér var ekki farið að standa á sama, aleins heima og átti hálferfitt með að anda milli hóstakastanna.. Bjakk, það fannst nú svo sem ekkert að nema bólgnir eitlar en ég fékk parkódín til að stilla hóstann svo ég gæti nú sofið e-ð!! Er svo búin að vera betri með hverjum deginum síðan þá. Ég ætla í vinnu á morgun :) Bjössi hins vegar er núna alveg heilmikið lasinn, fékk alveg 39,4 stiga hita í gær og ég hef aldrei séð hann svona veikann!! Gat nú lítið gert til að hjúkra honum annað en að gefa honum vatn en hann bara svaf allan daginn þetta yndi..
Í dag er sunnudagur og við erum búin að vera inni alla helgina, og verðum það áfram.
Erum svo að breyta gestaherberginu alveg :) Það er SVO skemmtilegt, við erum búin að henda út skápnum sem tók hálft herbergið, og gamla saumaborðinu sem amma gaf mér, það var orðið hálfljótt, en ég sakna þess nú samt smá! við keyptum okkur rosalega flotta kommóðu í Míru stíl, e-ð allt annað en ég þekkt fyrir að eiga á mínu heimili :) En gestaherbergið hefur verið hálfgerð geymsla en nú verður breyting þar á!! Erum búin að selja gamla rúmið mitt sem var gestarúm og ætlum að kaupa svefnsófa þar inn og gera herbergið voða kósý, enda fer ég létt með það ;);)
Well, ég ætla að taka aðeins til, hefur ekki verið mikil orka í það síðustu daga!
Njótið lífsins kæru vinir :)
Subscribe to:
Posts (Atom)