Takk allir fyrir kommentin á síðustu færslu, gladdi mig alveg gommu og ég fékk helling af e-mailum með beiðni um lykilorðið á krílasíðuna :) Bara gaman að því!!
Jú jú, komnir Páskar enn einu sinni :) Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..
Síðustu páska vann ég Nóatúni og allir vita sem lesa þetta blogg hvað gerðist daginn eftir páskana :) Hehe.. Það er að verða ár síða s.s að ég gekk útúr Nóatúni.. :) Fyrsti í páskafríi í dag og við brölluðum aðeins :)
Fórum aðeins í smá bæjarferð og komum svo heim á milli þess sem við ætluðum til ömmu og afa.. Nema hvað ég skil töskuna mína eftir út í bíl og hleyp bara rétt upp með vörurnar og Bjössi með auðvitað, nema hvað þegar við erum svo komin út og erum að labba niður stigaganginn þá uppgötvar Bjössi að hann er lyklalaus :(:( Ég varð "nett" pirruð, mínir lyklar læstir inn í bíl og hans lyklar læstir upp í íbúð! Garg.. Oh pirrandi og enginn með aukalykla hjá okkur! Það endaði með þvi að Bjössi hringdi í mömmu sem fann einhverja lásaopnara sem komu svo á endanum og opnuðu bílinn.. Vá hvað ég varð glöð að komast inn í bílinn.. tók hátt í klukkutíma frá því við læstum okkur úti þangað til við vorum komin til ömmu og afa.. Við stoppuðum þar í rúma 2 klukkutíma og það var mjög gaman bara, spjallað um allt milli himins og jarðar :)
Ég ætlaði að búa til páskaegg handa okkur Bjössa saman en hætti snarlega við þegar ég fékk egg númer 3 frá Nóa frá vinnunni og Bjössi fékk númer 6 frá Nóa! Ekki ætla ég að fara að bæta þriðja egginu við þó svo að Nóa eggin séu ekkert góð.. Mig langar ekkert í þau!! En ætli maður narti ekki e-ð í þau? Sjáum til með það :)
Við erum að hugsa um að kíkja austur annað hvort í kvöld eða á morgun, ætla að leyfa Bjössa að ráða því :)
Eigið gott frí elsku vinir og hafið það gott :)
Eygló hamingjusama
Thursday, March 20, 2008
Thursday, March 13, 2008
Gaman að segja frá því :)
Að ég er loksins að verða vinnufær :) Ég fór til læknis á þriðjudaginn og ég er með vægt bronkítis (sem skýrir þennan rosa hósta sem ég er búin að vera með) og ég fékk astmalyf við því sem ég er að taka. Er reyndar enn að læra inn á það þar sem þetta er svona innsogslyf en ég er öll að koma til held ég bara.. Er búið að vera óglatt og hef ekki náð að halda mat niðri en síðustu 3 daga hef ég náð að halda öllu niðri með naumindum þó! En ég ætla í vinnuna á morgun, verð örugglega voða drusluleg en það verður bara að hafa það!! Nenni ekki meir að hanga heima, alein í þokkbót..
Eða kannski ekki alveg alein en það má nú samt segja að ég sé ein.. En ég er eigi kona einsömul lengur og er gaman að segja frá því að við Bjössi eigum von á litlum sólargeisla seinnipartinn í september :):):):):):):):):):):):)
Við erum auðvitað alveg í skýjunum yfir þvi og erum alveg svakalega spennt fyrir þessu öllu :) Við erum búin að fara 2 sinnum í snemmsónar og allt lítur vel út og fengum myndir og svona :) Fer svo í fyrstu mæðraskoðun í lok mars og hlakka ég bara til!
Hafið það svakalega gott og eins og og ég sagði í síðasta bloggi að ég myndi koma með skemmtilegra blogg næst :) Vona að þetta gleðji ykkur elsku lesendur :)
Eyglóin + 1 :)
P.s erum búin að gera síðu, þetta er slóðin www.barnaland.is/barn/69896 en hún er læst. Ef þið viljið lykilorðið, sendið þá póst á bjorningij@internet.is :)
Saturday, March 08, 2008
Titill
Er ekki kominn tími á að rita hér nokkur orð?
Ég hef ekki beint haft heilsu til þess síðustu daga. Búin að liggja í flensunni alla vikuna og er búið að líða hreint hörmulega.. Rúmlega 39 stiga hiti í 3 daga, hósti, höfuðverkur og allt sem fylgir þessari ljótu pest! Í dag er 6. dagurinn sem ég held mig inni og ég verð líka inni á morgun en ég vona svoo að Guð gefi að ég komist í vinnuna á mánudaginn! Þetta er orðið gott! Er betri núna með hverjum deginum og þetta er besti dagurinn minn síðan fyrir viku :)
Ég hef nú ekki brallað margt þessa viku, skiljanlega, en síðustu helgi var ég á móti í Kotinu og það var fínt, ég var nú reyndar orðin hálfslöpp og naut mín því ekki alveg eins og ég hefði getað.. Við Arna áttum svo afmæli á sunnudaginn og það er nú alltaf svoo skemmtilegt :) Svo innilega mikið dagurinn manns e-ð :) Þegar við komum til pabba og mömmu, en þau voru að passa fyrir Örnu, þá tók á móti okkur, auðvitað gullin hennar Örnu, kjúklingur og sósa, og svoooo pakkar :):) Hehe.. Einni sem finnst það aldrei leiðinlegt :) Frá pabba og mömmu fékk ég kápu, alveg meiriháttar flotta og skvísulega, er að hrikalega ánægð með hana :):) Takk fyrir mig sætu :)
Þegar ég loksins komst heim til Bjössa míns, þá beið mín risa pakki á eldhúsborðinu :):):):) Hann var svo sætur að gefa mér glænýjan gsm síma !!!! Ég hoppaði næstum hæð mína! Minn gamli var að detta í það að verða 3 og 1/2 árs svo að þetta var alveg kærkomið :) Ótrúlega flottur, þunnur og glæsilegur Nokia sími! Takk fyrir mig elskan mín :):)
Svo er ég bara búin að vera lasin síðan á afmælisdaginn.. Við ætluðum að halda smá fullorðinsafmæli hérna hjá okkur Bjössa í kvöld en urðum að aflýsa því vegna heilsu, Arna er nefnilega komin með flensuna líka og ég ekki alveg orðin góð :(
En jæja ég ætla að láta þetta gott heita.. Næsta blogg verður örugglega skemmtilegra, ekkert svona mikið veikindavesen vonandi :)
Eigið góða helgi öll sömul
Eygló
Ég hef ekki beint haft heilsu til þess síðustu daga. Búin að liggja í flensunni alla vikuna og er búið að líða hreint hörmulega.. Rúmlega 39 stiga hiti í 3 daga, hósti, höfuðverkur og allt sem fylgir þessari ljótu pest! Í dag er 6. dagurinn sem ég held mig inni og ég verð líka inni á morgun en ég vona svoo að Guð gefi að ég komist í vinnuna á mánudaginn! Þetta er orðið gott! Er betri núna með hverjum deginum og þetta er besti dagurinn minn síðan fyrir viku :)
Ég hef nú ekki brallað margt þessa viku, skiljanlega, en síðustu helgi var ég á móti í Kotinu og það var fínt, ég var nú reyndar orðin hálfslöpp og naut mín því ekki alveg eins og ég hefði getað.. Við Arna áttum svo afmæli á sunnudaginn og það er nú alltaf svoo skemmtilegt :) Svo innilega mikið dagurinn manns e-ð :) Þegar við komum til pabba og mömmu, en þau voru að passa fyrir Örnu, þá tók á móti okkur, auðvitað gullin hennar Örnu, kjúklingur og sósa, og svoooo pakkar :):) Hehe.. Einni sem finnst það aldrei leiðinlegt :) Frá pabba og mömmu fékk ég kápu, alveg meiriháttar flotta og skvísulega, er að hrikalega ánægð með hana :):) Takk fyrir mig sætu :)
Þegar ég loksins komst heim til Bjössa míns, þá beið mín risa pakki á eldhúsborðinu :):):):) Hann var svo sætur að gefa mér glænýjan gsm síma !!!! Ég hoppaði næstum hæð mína! Minn gamli var að detta í það að verða 3 og 1/2 árs svo að þetta var alveg kærkomið :) Ótrúlega flottur, þunnur og glæsilegur Nokia sími! Takk fyrir mig elskan mín :):)
Svo er ég bara búin að vera lasin síðan á afmælisdaginn.. Við ætluðum að halda smá fullorðinsafmæli hérna hjá okkur Bjössa í kvöld en urðum að aflýsa því vegna heilsu, Arna er nefnilega komin með flensuna líka og ég ekki alveg orðin góð :(
En jæja ég ætla að láta þetta gott heita.. Næsta blogg verður örugglega skemmtilegra, ekkert svona mikið veikindavesen vonandi :)
Eigið góða helgi öll sömul
Eygló
Subscribe to:
Posts (Atom)