Tuesday, June 17, 2008

Skemmtilegur 17. júní :)

Við hittumst á planinu hjá Hafnarfjarðarkirkju við Bjössi, Arna og skvísur og Íris og Karlott og börn :) Löbbuðum langa leið (að mér fannst allavega) að Víðistaðatúni og þar var margt um manninn og leiktæki, aðallega samt hoppukastala :) Karlott fór nokkrar ferðir með nokkrar sætar skvísur meðan við hin sleiktum sólina innan um trén á mjög góðum og lognmiklum stað :) Algjörlega æðislegt veður, ég ýmist sat eða lá og sleikti sólina! Svimaði líka í sólinni en þá lagðist ég bara ;)

Katrín Tara sæta í kerrunni sinni :)

Ætla að setja inn myndir svo þið getið séð hvað var mikið æði hjá okkur :)


Arna með 2 af skvísunum sínum!!


Og Erling Elí þarna alsæll með kleinuna sína :)












Sætasti :)

Íris í hollustunni :)

Ég í fullum blómstra! Hehe

Petra Rut með sleikjódudduna sína


Sara Ísold ekkert smá einbeitt!!

Þetta var algjör æði dagur :) Við vorum heillengi í þessum garði eða túni og nutum lífsins saman! Hittum Söru og Bigga, sáum Dagný og co og Birgi Kiddason, Yngva og Alís og Línu og Sölku Rut :) Mjög gaman að hitta allt þetta fólk! Veðrið var líka alveg yndislegt! Svolítið rok sem ég var bara ánægð með.. Hefði örugglega bráðnað niður annars! Við keyptum pylsur og þessa sleikjóa handa stelpunm en Arna og Íris biðu hátt í klst í biðröð eftir afgreiðslu! Allt gert fyrir blessuð börnin :) Eðlilega!

Íris að munda myndavélina!

3 að spjalla saman!

Danía Rut að þykjast vera sofandi ;)


Erling Elí sætabaun í flotta vagninum sínum!

Fórum svo öll heim til okkar Bjössa þar sem við grilluðum saman og enduðum daginn saman þannig :) Virkilega skemmtilegur dagur að kveldi kominn!! Ég settist svo út á svalir þegar fólkið mitt fór og sleikti sólina þar þangað til ég gat ekki meira!

En jæja ég ætla að hætta í bili!

Njótið lífsins! Kveðja Eygló blóm

3 comments:

Íris said...

Takk æðislega fyrir daginn! Þetta var svooo skemmtilegt enda ákváðum við að þetta væri hefð :) Alltaf að kíkja í Hafnarfjörðinn á 17. júní ;)
Sjáumst annars skvís! Og hvíldu þig vel eftir daginn, svoldið mikið labb fyrir þig ólétta!
Þín systir Íris

Erla said...

Þetta er það besta sem ég veit í heiminum, þið systurnar eruð svo miklar vinkonur og duglegar að hittast og eiga skemmtilega tíma saman. Með þessu er líka verið að leggja skemmtilegar innistæður í minningarbankana ykkar. Elska ykkur öll meira en orð fá lýst.
Farðu svo vel með þig. Mamman

Erling.... said...

Frábært hjá ykkur að taka svona dag saman. Það er ekkert sem jafnast á við sterk fjölskyldubönd. Gaman að lesa þessa færslu, notaleg.
Elska ykkur, Pabbi