Það voru sem sagt pabbi og mamma, og svo við systurnar og makar og börn! Svo æðislegt að vera svona saman fjölskyldan og njóta þess að vera saman! Á föstudagskvöldinu fóru kallarnir að veiða og við stelpurnar í pottinn og við fengum meira að segja þjónustu í pottinn.. Fengum s.s. rosa flottan og góðan sumardrykk í fallegum glösum í pottinn og mikið var það notalegt!
Allar að gera stút á munninn :)
Sætar mæðgur!
Notalegheit! Við mamma sætar saman :)
Pabbi og mamma með öll barnabörnin! Svo sannarlega rík!!!
Við fórum svo öll í rosalega skemmtilega ferð á sunnudeginum, keyrðum á Gullfoss og Geysi og það var ekkert smá skemmtilegt að sjá Strokk gjósa.. Löbbuðum upp að hverunum og horfðum nokkrum sinnum á Strokk gjósa! Mjög flott.. Keyrðum svo að Gullfossi og það var líka flott en líka pínu skerí.. Æ svo mikill foss e-ð.. En mjög fallegur! Ætla að setja inn myndir frá þessari ferð svo þið sjáið hvað það var gaman:
Stórvinirnir Bjössi og Þórey Erla
Allir að bíða eftir að Strokkur gjósi..
Erling Elí sætasti :) Algjör monsi !!!!
Ætla að láta þetta duga í bili.. Langar að setja inn næstum allar myndirnar en það tæki sinn tímann því að við tókum tæpar 300 myndir þessa viku :) En þetta var í heildina alveg svakalega skemmtileg ferð! Á þriðudeginum komu svo Arna, Hrund og Thea og gistu eina nótt og það var bara gaman!! Þær eru svo skemmtilegar að það hálfa væri sko hellins ;) En well...
Vona að þið njótið þessara mynda sem ég setti inn og fyrirgefið hvað ég skrifa lítið.. Hehe.. En mér finnst allta svo gaman að sjá svona myndablogg.. Vona því að þetta slái í gegn :)
Kveðja í bili. .. . .Eygló
1 comment:
Sló algjörlega í gegn hjá mér ;) Mjög skemmtileg lesning! En þetta stóð uppúr "við að hvíla lúin bein" ahhahaahhhahahaha, ég hló næstum upphátt, hehe :) En alveg sammála, helgin var mjög skemmtileg. Sjáumst annars í kvöld!
kv. Íris
Post a Comment