Baggalútafjaran var snilld :) Fórum þar sunnudag fyrir viku, ég fann helling af baggalútum og Bjössi fann líka slatta, Bjössi reyndi líka að veiða en veiddi eiginlega bara slý svo að það var ekki mikill árangur í þetta skiptið! Hehe.. Ég þvoði þá þegar ég kom heim og setti þá svo í glerskál sem við fengum í brúðkaupsgjöf og er nú á skenknum, ægilega flott :):)
Á fimmtudagskvöldið fórum svo við Arna til Emilíu í Hveragerði, það mætti halda að við byggjum í öðru landi því að á hverju Kotmóti þá tölum við um að fara að hittast en svo hefur aldrei orðið neitt úr því fyrr en núna.. Ætlum svo að stofna stelpuklúbb og fara að hittast nokkrar reglulega og hafa gaman saman :) Það var roosalega gaman að hitta hana og rifja upp gamlar skemmtilegar minningar, vandræðalegar sem og fyndnar :)
Á föstudagskvöldið fórum við svo á samkomu á Logos skipið þar sem bókamarkaðurinn er, við kíktum líka á bókamarkaðinn og ég keypti alveg smá, eða fyrir 3000 kr :) Margt svoo sniðugt þarna enda fór ég aftur á laugardaginn :) Vorum búin að vera að hjálpa Kidda og Ástu að flytja og kíktum svo aftur og þá kom Íris og börn með, rosa gaman :) ég keypti aftur alveg smá en ekki eins mikið og kvöldið áður!
Við hjónin kíktum svo á U.N.G samkomu í Samhjálp í gærkveldi, skemmtilegt og fjörugt, fórum reyndar snemma þar sem mér var svo flögurt, við fórum nebbla á Nings fyrir samkomuna og það hefur pottþétt verið e-ð í matnum! Bjakk, ældi úr mér lungun í morgun og er því heima í dag úr vinnu, finnst ekkert svo girnilega að vera spúandi í vinnunni!!
Búin að þrífa viðarrimlagardínurnar í dag og er svo að fara að ryksuga, við vorum að fá okkur nýjan sófa og það þýðir ekkert að vera með nýjan sófa og rykugar gardínur, það er ekkert skemmtilegt!
En jæja ég hef nú svo sem ekki mikið að segja, nema að hálsmenið mitt er ekki enn fundið! Allir á skeljarnar svo að það finnist!!
Takk gullmolarnir mínir :)
Eyglóin - heima að þrífa :)
Monday, August 27, 2007
Sunday, August 19, 2007
19.ágúst 1998 :):)
Vakn. kl 8:15. Fíló kl 9:00. Jatan kl 10:00-18:00 Arna kom kl 13:30 ca.
Grænmetishrísgrjónaréttur í k.mat. Familypartý. Pabbi, mamma og Hrund á leið til Portúgals 23.sept. Ég fer samferða Katli í skólann á morgun. Mæting kl 14:00.Skólabókakaup + skór á Írisi og Örnu á laugardag. (popp, ostapopp, kók, sprite, saltstangir hlaup í partýinu. Sofa um kl 23:00
Múahahahahahahaha
Var að finna gamla dagbók frá 1998 og mikið er nú fyndið að lesa hana, flest mjöög ómerkilegt en annað bara fyndið sko :):)
Fann alveg helling af skemmtilegu dóti þegar ég fór í gegnum kassana af háloftinu!! Fann m.a trölladeigskellingu sem Sirrý frænka hafði gefið mér 1995 og hún er komin upp inn í eldhúsi núna.. Fann helling af prjónuðu dóti sem ég var búin að steingleyma! T.d skotthúfa sem ég prjónaði og margfætla, mjöög gaman að finna allt þetta fót aftur :) Að ég tali nú ekki um steinasafnið mitt sem var geymt í double Cheerios pakka, og svo dýrgripir eins og krús sem Hrefna amma bjó til, mjög falleg, hjartalaga rauð með hvítu í.. Þykir mjög vænt um þessa krús :):) Ég s.s fann alveg hrúgu af skemmtilegum munum :)
En að öðru :) Við fórum í gær í afmæli til Petru Rutar sem er aalveg að verða 5 ára :) Það var verið að halda upp á það í gær en hún á afmæli 24. Mjög flott veisla hjá henni Írisi systir, enda ekki við öðru að búast þegar kemur að bakstri hjá henni skvísu :):) Alltaf jafn gaman líka að hitta fjölskylduna sína :) Takk fyrir okkur sætu :)
Í dag er planið, ef veðrið verður gott, að keyra inn í Hvalfjörð og kannski kíkja í Baggalútafjöruna, og þeir sem ekki vita hvað baggalútar eru (sko ekki hljómsveitin) þá eru það litlir kúlulaga fjólubláir steinar, mjög skemmtilegir :) Alltaf gaman að kíkja í þá fjöru :)
Eigið alveg rosalega góða vinnuviku og góðan sunnudag :)
Eygló
Grænmetishrísgrjónaréttur í k.mat. Familypartý. Pabbi, mamma og Hrund á leið til Portúgals 23.sept. Ég fer samferða Katli í skólann á morgun. Mæting kl 14:00.Skólabókakaup + skór á Írisi og Örnu á laugardag. (popp, ostapopp, kók, sprite, saltstangir hlaup í partýinu. Sofa um kl 23:00
Múahahahahahahaha
Var að finna gamla dagbók frá 1998 og mikið er nú fyndið að lesa hana, flest mjöög ómerkilegt en annað bara fyndið sko :):)
Fann alveg helling af skemmtilegu dóti þegar ég fór í gegnum kassana af háloftinu!! Fann m.a trölladeigskellingu sem Sirrý frænka hafði gefið mér 1995 og hún er komin upp inn í eldhúsi núna.. Fann helling af prjónuðu dóti sem ég var búin að steingleyma! T.d skotthúfa sem ég prjónaði og margfætla, mjöög gaman að finna allt þetta fót aftur :) Að ég tali nú ekki um steinasafnið mitt sem var geymt í double Cheerios pakka, og svo dýrgripir eins og krús sem Hrefna amma bjó til, mjög falleg, hjartalaga rauð með hvítu í.. Þykir mjög vænt um þessa krús :):) Ég s.s fann alveg hrúgu af skemmtilegum munum :)
En að öðru :) Við fórum í gær í afmæli til Petru Rutar sem er aalveg að verða 5 ára :) Það var verið að halda upp á það í gær en hún á afmæli 24. Mjög flott veisla hjá henni Írisi systir, enda ekki við öðru að búast þegar kemur að bakstri hjá henni skvísu :):) Alltaf jafn gaman líka að hitta fjölskylduna sína :) Takk fyrir okkur sætu :)
Í dag er planið, ef veðrið verður gott, að keyra inn í Hvalfjörð og kannski kíkja í Baggalútafjöruna, og þeir sem ekki vita hvað baggalútar eru (sko ekki hljómsveitin) þá eru það litlir kúlulaga fjólubláir steinar, mjög skemmtilegir :) Alltaf gaman að kíkja í þá fjöru :)
Eigið alveg rosalega góða vinnuviku og góðan sunnudag :)
Eygló
Tuesday, August 14, 2007
Höhömm...
Ætlaði að blogga um helgina en gaf mér bara ekki tíma í það..
Síðustu viku vann ég 8-16 og sá alveg um eldhúsið í vinnunni og var það nokk gaman :) Eldaði ýmsan mat í fyrsta skipti á ævinni og tókst það vel upp, auðvitað ;);) Besta við þessa viku var að vera búin kl 16 að vinna, algjör draumur :) Þessi vinna er líka snilld að því leyti að það eru engar kvöldvaktir og engar helgar :) Love it.. Það eru líka 4 mánuðir síðan ég labbaði út í Nóatúni og vá hvað tíminn hefur liðið hratt :):)
Um helgina var Bjössi að vinna svo að ég fór í Kringluna með Örnu og dætrum og Írisi og dætrum, mjög gaman það, enda erum við svo skemmtilegar..
Á sunnudaginn bauð Arna okkur í heimsókn og það var alveg rosalega skemmtilegt, svo gaman að vera svona boðinn í heimsókn (var samt ekkert voðalega formlegt) hehe..
Á fimmtudaginn erum við svo búin að bjóða pabba, mömmu og Hrund í mat en ég hef voða gaman af því að bjóða fólki í mat og mættum við alveg gera það oftar!! En jæja...
Hef ekkert meira handa ykkur í bili.... Fannst ég bara verða að fara að blogga e-ð! Bleh :)
Eigið góða vinnuviku áfram elsku vinir :):)
Eyglóin ýkt þreytta núna...
Síðustu viku vann ég 8-16 og sá alveg um eldhúsið í vinnunni og var það nokk gaman :) Eldaði ýmsan mat í fyrsta skipti á ævinni og tókst það vel upp, auðvitað ;);) Besta við þessa viku var að vera búin kl 16 að vinna, algjör draumur :) Þessi vinna er líka snilld að því leyti að það eru engar kvöldvaktir og engar helgar :) Love it.. Það eru líka 4 mánuðir síðan ég labbaði út í Nóatúni og vá hvað tíminn hefur liðið hratt :):)
Um helgina var Bjössi að vinna svo að ég fór í Kringluna með Örnu og dætrum og Írisi og dætrum, mjög gaman það, enda erum við svo skemmtilegar..
Á sunnudaginn bauð Arna okkur í heimsókn og það var alveg rosalega skemmtilegt, svo gaman að vera svona boðinn í heimsókn (var samt ekkert voðalega formlegt) hehe..
Á fimmtudaginn erum við svo búin að bjóða pabba, mömmu og Hrund í mat en ég hef voða gaman af því að bjóða fólki í mat og mættum við alveg gera það oftar!! En jæja...
Hef ekkert meira handa ykkur í bili.... Fannst ég bara verða að fara að blogga e-ð! Bleh :)
Eigið góða vinnuviku áfram elsku vinir :):)
Eyglóin ýkt þreytta núna...
Monday, August 06, 2007
Sumarfríið búið..
Tekið rétt við brúna á Fitinni á fimmtudagskvöldinu :)
Svilarnir að tjalda :)
Alvara lífsins tekur við á morgun.. Ekki ætla ég nú að kvarta en við höfum haft það afspyrnu gott í fríinu og ferðast ágætlega mikið, vorum allavega meira að heiman en heima svo að ég myndi segja að við höfum bara gert nokkuð gott úr þessum 3 vikum :)
Þið sem hafið fylgst með blogginu mínu vita svo sem hvert við fórum svo að ég ætla ekkert að útlista það neitt nánar, lesið bara neðar á blogginu mínu ef þið eruð forvitin :)
Verslunarmannahelgin afstaðin, hrikalegt að heyra með banaslysið, þau eru alltof mörg. Votta aðstandendum samúð mína. Sá link á video sem snerti rosalega við mér, ekki það að ég sé ofsaakstursmanneskja eða keyri drukkin (drekk ekki einu sinni) en hér er linkurinn ef einhver vill sjá þetta: Rosalega sorglegt video.. En endilega skoðið það..
Kotmótið var virkilega skemmtilegt :) Við fórum á mótið á fimmtudagskvöldi og náðum samkomunni þá um kvöldið, gistum svo í kofanum þá nótt þar sem enginn var kominn annar á landið hjá pabba og mömmu svo að við nýttum okkur aðstöðuna :) Vorum samt búin að tjalda upp tjaldvagninum.. höfðum það svo kósý bara og fórum á samkomurnar sem við komumst á.
Á laugardagskvöldið eða um kl 18 þá fórum við öll yfir til Gerðu og þar var ættargrillið árlega :):)
Það er svo skemmtilegt að hittast svona og grilla saman því að við erum að hittast alltof sjaldan!! Þetta eru s.s pabbi og systkini og afkomendur, allir sem vilja koma, koma :) Æði bara sko. Fórum í leiki og brölluðum ýmislegt saman, fengum svo rabarbaragraut sem Gerða bjó til, Hrefna amma gerði alltaf svona graut þegar pabbi og systkini hans voru börn svo að það er gaman að smakka hann og hafa hann svona árlega, skemmtileg hefð :) Enda mjööög góður grautur! Virkilega skemmtilegt kvöld :) Er strax farin að hlakka til að ári....
Við komum heim af Kotmótinu kl hálf 3 í nótt, við fórum á lofgjörðartónleikana í gærkveldi, mig langaði að eiga síðasta frídaginn heima og sofa út en í morgun þegar ég hlustaði á síðustu samkomuna á Lindinni þá hálf sá ég eftir því að hafa farið heim, missti t.d af því að syngja ævibrautina... geri þetta ekki aftur :) (það var nú samt ósköp notalegt að sofa út í morgun í sínu eigin rúmi :)
Ætla að setja inn nokkar myndir en ég tók samt voða fáar myndir þetta árið..
Svilarnir að tjalda :)
Sara Ísold, Petra Rut og Katrín Tara :)
Arna mega SKVÍSA :):):):):):)
Íris með Erling Elí í vagninum og Katrín Tara stendur á systkinapallinum :) ýkt sniðugt!!
Jæja ekki fleiri myndir í bili! Njótið vel
Eygló sem fer að vinna aftur á morgun :)
Subscribe to:
Posts (Atom)