Karlott og Bjössi!!
Við nutum helgarinnar alveg í botn og það er svo notalegt að koma þarna á landið þeirra pabba og mömmu :) Við njótum þeirra forréttinda að fá að nota þennan æðislega stað með þeim og er það alveg æðislegt! Virkilega æðislegt :)
Á sunnudeginum var ekki alveg eins mikil sól svo að við ákváðum að pakka um 1 leytið og kíkja inní Þorsteinslund.. Fallegt að skoða þar og hér koma nokkrar myndir þaðan :)
Ég að stelast í bláberin áður en við lögðum í hann...Sjálfsmynd.. Að deyja úr frjókornaofnæmi :$
Hvar er Íris???? Hehe....
Á leiðinni heim stoppuðum við hjá pabba og mömmu - það er ekki annað hægt! Tilheyrir að kíkja á þau á leiðinni heim :) Þar var auðvitað vel tekið á móti okkur öllum, borðuðum saman og lokuðum helginni þannig :) Fullkomið :)
Langar að enda á að óska henni Theu og fjölskyldu innilega til hamingju með gullfallega Theodór Ísak sem fæddist á laugardagsmorguninn :) Það var svo fyndið að ég vaknaði við gleðiöskur í Örnu þann morgun og ég alveg um leið og ég heyrði það " Thea er greinilega búin að eiga" hehe.. Arna alltaf með jafn skemmtileg viðbrögð :)
En jæja ég held ég láti þetta gott heita í bili.. Krílið hefur það alveg meiriháttar gott og það er aldeilis farið að styttast í komu þessu :) En við bíðum bara róleg og þolinmóð :)
Þar til næst.. Eyglóin
5 comments:
Hey, skemmtilegt blogg hjá þér sæta mín. Þetta var nátturúlega snilldar helgi, vantaði bara gullin mín... Gaman líka að sjá allar myndirnar:) Sjáumst hressar næst:) Arnan
er Íris þarna lengst uppi?
Maður sér bara bleiku buxurnar hehe:D
Annars SKEMMTILEGT blogg hjá þér kona góð:)
-Hrund sys
Skemmtileg lesning og frábærar myndir, veit líka að Hrund var mjög ánægð með að þið komuð við þar sem hún þurfti að fara í vinnuna á laugardeginum. Hlakka mikið til að sjá krílið þegar það kemur í heiminn. Elska ykkur og við sjáumst sem fyrst. Mamman
Þetta var svo mikil snilld þessi helgi. Og ekki var leiðinlegt að enda hana á Þorsteinslundi, hehe :)
Svo er nú vikan heldur ekki búin að vera leiðinleg, haha, verðum að taka Laugarveginn fljótlega.... eða ekki :)
Sjáumst á morgun!
kv. Íris
Þú veist að það er kominn september er það ekki???
Post a Comment