Nei sæta Íris mín ég var ekki að bíða eftir 50 kommentum ;) Var bara að bíða eftir smá tíma í fríi til að blogga...! ;)
Jæja þá er þetta farið að styttast all svakalega!! Einungis 26 dagar til stefnu og ég get sagt ykkur það að dagarnir hreinlega fljúga :) Það gengur rosalega vel að undirbúa allt en ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki hana mömmu :) Hún er þvílíkt búin að hjálpa okkur að undirbúa þetta (hún hefur nebbla reynsluna) og amma er líka búin að gera hellings fyrir okkur :) Takk æðislega báðar tvær :) Þið eruð gull í gegn :)
Við erum búin að bóka brúðkaupsferðina!!! Það verður ein mögnuð ferð skal ég segja ykkur! Við fljúgum út seinni partinn á mánudeginum eftir brúðkaupið (alltaf verið draumur minn að fara í brúðkaupsferðina strax á mánudeginum) við fljúgum til New York!!!!!!!!!!!!!!!!! Vá hvað ég hlakka ÓTRÚLEGA til, ég í alvöru get varla beðið þangað til!!! Það eru sem sagt akkúrat 4 vikur í dag í útlönd :) :) Við verðum í New York í 5-6 daga og fljúgum þaðan til Puerto Ricoog förum í siglingu á skemmtiferðaskipi um Karíbahafið í viku :) :) Cruise Destiny heitir skipið held ég.. Oh þetta verður svoooo æðislegt :) Við fáum klefa í skipinu með svölum svo að þetta verður ennþá meira kósý :) Þetta verður svo æðislegt :) Fara til útlanda með honum Bjössa mínum verður náttla bara snilld!! Hann er líka mesta gull í heiminum ;) Enda er ég heppnust :)
Jæja ég ætti kannski að segja ykkur smá frá sumarfríinu :) Við fórum norður og það var algert æði!! Vorum þar í bústað með systur Bjössa og fjölskyldu og mömmu hans:) Voða kósý bústaður á skemmtilegur stað :) Við fullorðnu spiluðum svokallað kubbaspil sem er útileikur! Það snýst um að fella trékubba með tréstöngum eða e-ð svoleiðis, hrikalega skemmtilegt spil!!! Við allavega skemmtum okkur vel ;) Við komum svo heim á miðvikudagskveldi eftir mjög svo skemmtilega ferð :)
Keyrðum svo Nesjavallaleiðina austur á Selfoss einn sunnudaginn, mjög falleg leið að keyra, við tíndum svo nokkur krækiber á leiðinni og nutum veðursins... Komum við hjá pabba og mömmu, og Íris og Karlott voru væntanleg :) Þar eftir keyrðum við enn austar að Stóra Dímon, ætlunin var að tína glás af krækiberjum og það tókst!! Það var alveg krökkt af berjum þarna og eiginlega líkast því að það hefði rignt berjum!! Massað, ég vildi að ég kynni að setja inn myndir en ég kann það því miður ekki!! Ýkt skemmtileg ferð :)
Jæja í dag er frídagur hjá mér eftir vinnuhelgi, þessi vinnuhelgi var nú samt mun léttari en aðrar því að ég vann bara til 17 á laugardaginn sökum afmælis hjá Kidda og Ellu Gittu :) Æðislegt að komast og það var svo gaman að ég endaði á því bókstaflega að hágrenja úr hlátri!!!! Ég held ég hafi aldrei hlegið svona mikið!!! Kiddi frændi átti heiðurinn af því! En til hamingju með afmælin mín kæru :)
Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári! Hafið það innilega gott sætu vinir mínir og farið vel með ykkur :)
Ykkar Eygló - bride to be :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)
Svo
Monday, September 11, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta er glæsilegt hjá ykkur og bæði gaman og spennandi að fá að taka þátt í þessu með ykkur. Ég veit að ferin ykkar verður alveg meiriháttar og samgleðst ykkur með hvort annað. Elska ykkur gullið mitt. Mamman þín
Til hamingju með ferðina og allan undirbúninginn!! Flott að þetta gengur vel. Hlakka svo til að fara í Smáralindina með þér í vikunni ;)
sjáumst!
Til hamingju með þetta allt saman. Frábært og yndislegt að sjá þig svona hamingjusama og það er greinilegt að Bjössi er maðurinn sem Guð hefur alltaf ætlað þér. Þið eruð svo sæt saman. Jæja, hafðu það ávallt gott Eyglóin mín. Og sjáumst fljótt, þín auðvitað uppáhalds, Arna
Post a Comment