Sunday, October 29, 2006

Once you stop you can't pop ;)

Hehehehe :)

Íris systir átti þessa snilldarsetningu í kvöld og uppskar mikið hláturskast hjá viðstöddum! Við vorum systurnar, nema Arnan mín, og Karlott og Bjössi heima hjá Írisi, fórum fyrst til að skoða sjávarfiskabúrið þeirra sem er MEGA flott, en spiluðum svo spil sem heitir sjö-a og var mikið hlegið, enda hefur hún Hrund einstaklega smitandi hlátur þegar hún er í ákveðnu stuði! Þetta var mjög skemmtilegt kvöld :)

Helgin er líka búin að vera ótrúlega þægileg, ég vígði nýju Kitchen Aid hrærivélina okkar sem við fengum í brúðargjöf og bauð Örnu og dætrum í vöfflur :) Það var stolt húsmóðir sem blandaði saman hveiti og fleiru í hrærivélina og bjó svo til vöfflur í gamla vöfflujárninu þeirra pabba og mömmu, vöfflujárninu sem við Arna vöskuðum upp um árið, höfðum ekki hugmynd um að ekki mætti bleyta raftæki.. Sem betur fer var það ekki í sambandi þegar vatnsbunan fór á það ;)

Ég gekk líka frá á borðstofuborðinu okkar sem er búið að vera hlaðið gjöfum síðan við giftum okkur, ég hef ekki gefið mér tíma fyrr til að ganga almennilega frá en nú er stofan okkar rosalega flott með fullt af nýjum og glæsilegum hlutum :) Gaman að því :) Hengdum líka upp málverkið sem afi málaði og líka málverkið sem við fengum frá pabba og mömmu í brúðargjöf, en það er ekkert smá flott, það er málað með vatnslitum og bleki og er af Gluggafossi í Fljótshlíð, brjálað flott málverk og við erum ekkert smá ánægð með það!! :)

Helgin var góð og notalegt að vera í fríi :) Í kvöld elduðum við okkur lax sem pabbi veiddi og höfðum kartöflur og salat með og mmm geggjað gott :) Gaman gaman :)

Jæja ég þarf að vakna kl 5:30 til að bera út svo að það er eins gott að ég fari að drífa mig í háttinn, á reyndar von á pabba og mömmu á eftir en þau voru í Köben um helgina og ætla að gista hér í nótt, fyndið að fá pabba og mömmu að gista hjá mér, hefur alltaf verið öfugt!!

Eigið góða viku framundan :)

Og elsku Sonja og Helga Maren mín, myndasíðan er inná http://public.fotki.com/bingi/ njótið vel dúllurnar mínar :)

Ykkar einasta Eygló ;) yfir sig HRESSA ;) ;)

Friday, October 27, 2006

Meira um Karíbahafið :)

Jæja við vöknuðum um kl 3 um nóttina til að taka taxa út á JFK flugvöll í New York, við áttum flug kl 8 um morguninn en þar sem þetta er riiiisastór flugstöð þá var eins gott að vera tímanlega :)

Flugum til San Juan í Puerto Rico, þar sem við tók að reyna að anda í öllum hitanum, innrita okkur á skipið og slappa af :) Við sigldum af stað á sunnudeginum kl 22 um kvöldið eftir björgunaræfingu.. Þar sem ég hélt ég myndi látast úr hita, allir í þéttri hrúgu og allir með björgunarvestin á sér, fjúff, mér var heitt!

St. Thomas var fyrsta stoppið, við töltum smá í minjagripabúðir og fórum svo með kláf upp í fjöllin þar og það var magnað að sjá útsýnið þaðan, svo flott :) Fengum okkur ískrap þar uppi og það var svo kalt að ég fékk alveg kalt í ennið... !! En gott í hitanum :) Við áttum svo alltaf fast borð kl hálf 9 á kvöldin í kvöldmat á skipinu, þar kom þjónn með matseðil, og við borðuðum 3ja rétta máltíð á hverju kvöldi :) alltaf nýr matseðill á hverjum degi :) Við sátum með 3 öðrum hjónum á borði og einn var alveg eins og John Goodman, leikarinn, :) mig minnir að hann heiti það allavega..

Dominica var næst :) Þar var svo mikill raki að maður var þvílíkt þvalur og næstum klístraður af hita, óþægilegt? já frekar, en þar fórum við í geðveikt skemmtilega ferð upp í regnskógana, fórum ásamt 6-7 ameríkönum í sendibíl og þeir voru svo almennilegir að lána okkur fyrir aðgangseyri að fossunum, við íslendingarnir vorum bara með kort.. Rosalega gaman að sjá þessa fossa og svo langaði mig í helling af minjagripamörkuðunum þar.. En ég keypti nú samt ekki alveg allt.. tíhí :)

Barbados var næsta stopp en við sigldum á nóttunni og vorum svo komin að bryggju morguninn eftir :) Í Barbados keyptum við okkur safari ferð á opnum Land Rover jeppum og fórum þar í brjálað flottan dýragarð þar sem dýrin ganga laus! Flott dýr :) Þessi ferð tók alveg 3 og 1/2 klst og var hverrar krónu virði..

Þegar hér komið við sögu er kominn fimmtudagur en þá vorum við bara á siglingu, þá var bara um að gera að hafa það kósý, við létum líka taka af okkur myndir, í fínu fötunum og það mátti láta taka alveg endalaust af myndum án skuldbindingar um að kaupa, en við keyptum 2 stórar og 6 litlar myndir, gaman að þessum myndum svona eftir á til minningar :)

Aruba var síðasta eyjan sem við stoppuðum á. við versluðum minjagripi þar en ég man bara ekki hvort við fórum í einhverja ferð.. Minnir ekki!

Kominn laugardagur og við eyddum deginum á siglingu og að pakka niður... Við fórum út með eina stóra tösku og eina flugfreyjutösku, komum heim með tvær stórar og 3 flugfreyjutöskur, já, við versluðum aðeins :)


Þetta var ÆÐISLEG ferð í alla staði og ég blogga meira um ferðina um helgina...

Farin að hafa til kvöldmat

Eyglóin sem er að frjósa úr kulda eftir að hafa GEGNblotnað við að bera út Blaðið og Moggann í morgun, dúnúlpan mín blotnaði í gegn... Geðveik rigning..

Bæ í bili elskurnar :)

P.s nýjar myndir á myndasíðunni :)

Wednesday, October 18, 2006

Sma kvedja fra Karibahafinu :)

Hae allir saman :)

Her er alveg meirihattar, tad vantar bara eitt til ad fullkomna tetta en tad vaeri tradlaust internet en tad kostar 0,75 dollara at fara a netid her per minuta... Geggjad dyrt.

Fyrsta stopp fra San Juan var St. Thomas, forum tar i klaf upp i fjall og tar var magnad utsyni..
Naesta stopp var Dominica og tar forum vid i regnskog og skodudum 2 fossa og keyrdum upp fjollin
I dag vorum vid i barbados og tar forum vid i alveg klikkadan dyragard sem var alveg magnadur.. The green monkeys lifa tar og saum fullt af odrum dyrum..

Tokum 176 myndir i dag.. Verdur gaman ad syna ykkur myndir tegar vid komum heim..

Jaeja ordid allt of dyrt, vid hofum tad betra en gott, en soknum ykkar :)

Sjaumst fljotlega

Ykkar Eyglo og Bjossi :)

Saturday, October 14, 2006

Laugardagur til útsýnissiglingar ;)







*Frelsisstyttan :) (allir alveg, ha, í alvöru??)

*Ég um borð í útsýnissiglingaskipinu ;)

*Up close hvað??

*Ég ótrúlega tilbúin að fara í bæinn og í siglingu :9

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur eins og þeir eru reyndar allir búnir að vera :) Við fórum í oggulitla lestarferð, og fórum svo í útsýnissiglingu, sem var mjög gaman að fara í nema ég var að DEYJA úr kulda, en það var gaman að sjá frelsisstyttuna svona nálægt :)

Versluðum smotterí og svo bara heim á hótel að pakka... Og þar sem við erum búin að vera smá dugleg að versla þá erum við með 2 stórar ferðatöskur og 2 litlar, komum með 1 og 1 :) en það er bara gaman :)

Við erum búin að pakka eiginlega öllu niður en við þurfum að vakna kl 3 í nótt til að taka van frá hótelinu að JFK flugvelli, flugið okkar til San Juan er kl 8 um morguninn og svo lendum við ca um hádegi og höfum þá tíma til að skoða okkur um þar því að skipið fer ekki af stað fyrr en um kvöldið :) Bara gaman að því! Ég hlakka alveg brjálað til :) Og Bjössinn minn líka.. ;)

Jæja við ætlum að tölta niður og kaupa okkur e-ð svalandi að drekka og fara svo fljótlega að sofa!

Góða nótt og hafið það ofsalega gott..

Kveðja Eygló :)

Friday, October 13, 2006

Long Island ævintýrið og dagurinn í gær!!






Jæja þá byrjum við aftur... Ég bloggaði heilan helling í gærkveldi en svo vistaðist það ekki og hvarf! Ég var nett brjáluð...

EN, sem sagt í fyrradag vöknuðum við frekar snemma enda var stefnan tekin á að heimsækja eins og eitt moll á Long Island, við tókum subway-ið til Westbury og þaðan tókum við svo taxa í mollið sem heitir Roosevelt Fields :) Stóórt moll... Þar var sko gaman að vera :) Ég verslaði mér alveg helling af fötum.. Victoria's secret, H&M, JC Penny's, Macy's og svco fleiri búðir fengu nokkra dollara í skiptum fyrir föt :) Allt saman mjög flott og skemmtilegt að versla! Við vorum í mollinu í 6 klukkutíma en þótt ótúlegt megi virðast þá leið tíminn mjög hratt, ég var reyndar að drepast í fótunum enda í glænýjum Sketchers skóm og ennþá að ganga þá til ;)

Næst fórum við í Walmart, og ég get með sanni sagt að ég steinglemydi öllum fótaverkjum, án alls grín þá gleymdi ég því í svona klst að ég væri þreytt í fótunum... Ég keypti alveg helling þarna því það fæst sko ALLT í Walmart, ég fann mér ótrúlega flotta veiðistöng sem ég ætlaði að kaupa mér, með hjólinu og allt á 30 dollara, en komst svo að því að hún hefði ekki passað í ferðatöskuna!! Bömmer.. Eyddum þarna 2 klst og 287 $ sem var nú lítill peningur miðað við allt sem við fengum ;) ;) Tókum taxa aftur út á Westbury og RÉTT misstum af lestinni, þá erum við að tala um ca 15 sekúndur, og þurftum því að bíða í eina klst eftir næstu lest, by the way, það var grenjandi rigning! Vorum komin heim á hótel um kl 23 eftir 11 klst bæjarferð.... Lúnir fætur, já, en samt svo mörgum sinnum þess virði :) :)

Gærdagurinn svo var tekinn í að sofa út, við sváfum til að verða 12, sem var þvílíkt gott og kósý, sérstaklega eftir svona langan og strangan dag daginn áður...

Fórum svo í Macy's sem er búð hér rétt við hliðina á hótelinu, hún er 11 hæða og 1 hæðin er með alveg helling af jóladóti... VÁ hvað ég hefði getað eytt 1000$ þar en maður þarf líka aðeins að passa sig, keypti samt alveg e-ð, og t.d jólakortin sem eru mjöög falleg :)

Tókum svo smá "fiestu" og hvíldum okkur upp á hóteli.. Um kl 16 tókum við svo aftur lestina og var ferðinni heitið að Ground Zero þar sem World Trade Center stóð, það var magnþrungið andrúmsloft að koma þarna og sjá þetta, við fórum líka á WTC safn þar sem mátti sjá video og myndir af þessum voðaatburði og myndir af fólki sem lést þarna, alveg hræðilegt..

Fengum okkur að borða þarna og töltum svo aðeins í búðir.. En bara SMÁ! Komum uppá hótel um kl 21 og höfðum það bara kósý.. Vorum svo að vakna og planið í dag er að fara í útsýnissiglingu :) Segi ykkur betur frá því seinna, reyndi að setja inn myndir á bloggið en það er e-ð ekki alveg að virka núna... En Bjössi er með myndasíðu og hver veit nema hann setji inn myndir þar??

Vona að þetta gleðji ykkur aðeins elskurnar mínar :)

Bestustu kveðjur frá New York

Eygló og Bjössi biður að heilsa ;)

Wednesday, October 11, 2006

Fórum á bæjarrölt....




......... og hittum fullt af frægu fólki :)


Þau voru meira að segja til í að stilla sér upp í myndatöku með okkur ;)

Snilldin ein :)

Farin til Long Island að VERSLA!!!!

Eyglóin :)

Tuesday, October 10, 2006

Hjónin komin til New York :)



Mig langar til að byrja á því að þakka öllum sem tóku þátt í að gera daginn okkar svona glæsilegan og eins æðislegan og hann var :)

ALLT tókst svo vel og allt var svo fallegt :) Við hjónakornin vorum auðvitað langfallegust á svæðinu, en ég er svoooo ánægð með allt saman :) Skemmtileg minni brúðar og brúðguma, óvæntur "ef þú giftist, ef þú bara giftist" söngur með sérsömdum texta um okkur, fábærar ræður, rosalega vel skreyttur salurinn hjá henni Christinu, glæsileg brúðarterta sem amma gerði og Hildur frænka gerði alveg æðislega góðar kranskökur :) svo söngurinn í vígslunni var algerlega óaðfinnanlegur... Takk Yngvi og Erdna, Anna Siggan mín og svo Írisin mín og Karlott :) Takk fyrir að syngja og vá hvað þið gerðuð ykkar besta (ekki eins og ég hafi búist viðöðru) :)Takk allir... Svo daginn eftir tókum við upp pakkana og magnið af gjöfum... VÁ... Enda þurftum við að nota 3 bíla til að flytja það heim..

Fyndið að segja líka að við keyrðum ógift austur á föstudaginn og heim aftur gift á sunnudaginn!Gæjalegt að keyra austur fyrir fjall, gifta sig og keyra heim aftur 2 dögum síðar...

En nú er það New York.. Við erum á Hótel Pennsylvania, sem er alveg ágætis hótel og við erum á 16.hæð, með útsýni beint á Empire State.. Ég er alveg búin að missa mig í að taka myndir af háhýsum og vá þetta er alveg magnað að sjá þetta, og ævintýrið er rétt að byrja, kl hér er núna 12 mínútúr í 9 en 12 mínútur í 1 heima.. 4 klst munur.. Fyndið.. Erum að fara að hafa okkur til og ætlum að fara og finna okkur góðan morgunverðarstað og finna svo moll og fara að VERSLA get ekki sagt annað en að ég hlakka MIKIÐ til þess :) Ég pakkaði alveg eins lítið og ég mögulega gat og ætla að kaupa rest... Þarf að fata mig upp og ég hlakka svoooo til :)

Jæja tími til kominn að fara út í góða veðrið, og finna fyndnu útlandalyktina sem ég finn alltaf í útlöndum :)

Kveðja Eyglóin og Bjössinn minn biður að heilsa :) Hamingjusömustu hjón í heimi ;) ;)

P.s tókum þessa mynd áðan úr Empire State.... Á örugglega eftir að gleðja ykkur með fleiri skemmtilegum myndum... !!

Friday, October 06, 2006

1 dagur til stefnu :) :) :) :) :) :) :) :)

Á morgun er stóri dagurinn :)

Dagurinn sem ég hef beðið eftir í margar vikur.. Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn hefur liðið hratt undanfarið enda hefur vægast sagt verið mikið að gera.. Ég byrjaði í aukavinnu fyrir ca 3 vikum, (og var nú alveg nóg að gera í hinni vinnunni) en ég er byrjuð að bera út Morgunblaðið og Blaðið á morgnanna, eða næstum því nóttunni, ég vakna milli 5 og hálf 6 og fer út, er ca klst og 10 mín að þessu, hleyp upp stigana á öllum 9 blokkunum sem ég er með og svo er ég með Háberg og Hraunberg ef einhver er forvitinn.... En þetta hefur gengið vel.. Ég hætti að vinna á þriðjudaginn til að klára að undirbúa brúðkaupið en svo held ég áfram að vakna hálf sex þó svo að ég þurfi ekki að bera út enda komin í frí þar líka.. Bömmer, þyrfti nú kannski að sofa meira og hvíla mig til að sofna ekki í miðri veislunni... Hehe...

Það er allt tilbúið. Dagurinn í dag fer bara í að pakka niður fyrir hótelið, sæka kjólinn og fleira skemmtilegt dúllerí... Svo ætti ég kannski að fara að huga að því að pakka niður fyrir NEW YORK en ég hef engan tíma haft í að pæla mikið í því að ég sé að fara þangað en ætli maður fatti það ekki bara á mánudaginn þegar við nálgumst Leifstöðina... Afi ætlar að skutla okkur og við förum með 1 tösku saman og ætlum að koma heim með 4..... VERSLA!!!!!!!!!!! Hlakka alveg brjálað til að fara... Og skemmtiferðaskipið verður æði líka..

Vá ég er svo spennt fyrir morgundeginum að ég get ekki sofið lengur.. Ætla nú samt að skríða uppí rúm og pína mig til að sofna aftur... Verð að hvíla mig.. Er líka hrædd um að sofa bara alls ekki neitt næstu nótt því að ég verð alltof spennt...


Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári... Ég ætla að fara að pakka fína kjólnum sem ég keypti mér til að vera í á sunnudaginn, fyrsta dagin minn sem frú :) Fæ alveg fiðring við að skrifa þetta, þetta er svo æðislegt og skemmtilegt :)

Hafið það gott og ég reyni að skrifa hér inn áður en við förum til New York en ég lofa engu..

Bæ í bili..

Brúðurin (á morgun)

:) :) :) :) :)