Monday, January 29, 2007

Átakið :)

Jæja fyrsta vigtun var í morgun og það eru 1,6 kg farin :) Ég er ánægð með það.. Var nú reyndar búin að missa 2,1 á laugardaginn en þrátt fyrir að passaði mig vel í tveimur afmælum og borðaði ekkert nammi þá bætti ég smá á mig :( En þetta kemur allt saman :) Er bara spennt fyrir þessu og Bjössi er búinn að vera mjög duglegur að hvetja mig áfram! Það munar nefnilega ekkert smá að hafa góðan stuðning, gæti þetta örugglega ekki ef Bjössi væri alltaf að hakka í sig nammi þegar ég væri með gulrætur til að narta í! En við erum saman í þessu og það er æðislegt!

Ætlum að byrja að fara í göngutúra á miðvikudaginn en þá er ég á fyrrivakt! Skemmtilegt að labba hér um í Breiðholtinu og rifja upp gamlar minnigar og segja Bjössa frá í leiðinni :) Ég stefni á að missa kíló á viku og allt meira en það er auðvitað bara bónus, en ef ég næ því þá ætti ég að vera búin að missa 10 kg um páskahelgina, sem væri flott að ná..

Helgin var annars bara mjög skemmtileg, fórum í þorrablót á föstudagskvöldið í vinnunni hjá Bjössa, það var fínt, þekkti að vísu engan en þá er ekkert annað en að kynnast fólkinu :) fórum svo í tvö afmæli á laugardaginn, fyrst hjá Birgi Kidda syni og svo hjá Rebekku Rós Gústadóttur.. bæði mjög skemmtileg afmæli og gaman að hitta fólkið sem þar var.

Sunnudeginum eyddum við svo í að taka til í gestaherberginu og skelltum okkur svo austur seinniparitnn og það er alltaf svooo kósý að koma þangað, Íris og fjölskylda kom líka og Arna kom með okkur Bjössa.. Notaleg stund með skemmtilegu fólki :)

Talandi um ferðalög í síðasta bloggi, við stefnum á norðurferð 10.-12.mars :) Það er fyrsta helgin sem við komumst en það væri virkilega gaman að fara að skella sér norður!

Verð svo að enda á að óska Helgu Maren, Ögmundi, Björgvin og Birtu til hamingju með litla prinsinn :) Hann er ekkert smá fallegur :) Síðan hans á barnalandi er www.barnaland.is/barn/55804 endilega skoðið :)

Verið öll sömul blessuð :)

Ykkar Eygló :)

Thursday, January 25, 2007

Ferðalag...

Mig er farið að langa í ferðalag!

Hlakka til í sumar að fara í útileguR, oh það er svo mikil stemning og svo kósý, gaman að tjalda og hita sér vatn á prímusnum og fá sér heitt swiss miss á köldu sumarkveldi :) Mín bara orðin ljóðræn! Hehe.. Æ það er bara svo skemmtilegt að ferðast og við eigum nú svo fallegt land sem gaman er að skoða :) Verður líka gaman að fara norður í sumar því að það er svo gaman að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur í fallegu veðri, stoppa svo bílinn og borða nestið í fagurri náttúrunni! Fyrir utan auðvitað að hitta allt liðið okkar fyrir norðan ;)

Ég er búin að vera hálf sloj undanfarna viku, ástæður fyrir því en það fer að fara held ég. Vona það allavega :) ALLT hægt ef viljinn er fyrir hendi ..

Jæja, ég ætla að fara að slétta á mér hrikalega "krullaða og liðaða og ég veit ekki hvað og hvað" hárið.. Átakið gengur barasta ágætlega, 4.dagurinn að enda og ef mig langar í e-ð á kvöldin þá fær ég mér grænmeti.. Sem er rosa ferskt og gott, nema ekki spergilkál, bjakk, :Þ Þyrfti að vera duglegri að drekka vatn en ég drekk eiginlega bara rauðan kristal + ... Mmm

Verið öll blessuð :)

Ykkar Eygló minnkandi ;)

Tuesday, January 23, 2007

Jæja þá er komið að því!

Ég ætla í alvöru átak... Búin að byrja í nokkrum undanfarið sem ég hef gefist fljótt upp á. En nú er ég alveg ákveðin en þarf smávegis stuðning frá ykkur elskurnar mínar...

Ég er búin að setja upp stiklu hér efst á bloggið mitt þar sem ég ætla að missa 10 kg, ég vil ekki setja mér of há markmið strax því að þá eru meiri líkur á að maður koksi á því ef svo má að orði komast! Einu sinni í viku eða á mánudögum verður stiklan uppfærð.. Og svo mega allir vera voða duglegir að hvetja mig áfram!! Við Bjössi ætlum svo að fara í göngutúra þegar fæturnir mínir verða komnir alveg í lag sem verður fljótlega :)

Verð annars heima í dag en ætla í vinnu á morgun, annað kvöld er svo frænkukvöld hér hjá mér en þá kemur amma, mamma, systur mömmu og allar dætur og tengdadætur :) Ekkert smá skemmtilegt.. Þetta er þriðja frænkukvöldið sem við höldum en Arna var sú fyrsta og er hún því frumkvöðullinn.. Hittumst ca einu sinni í mánuði nema í desember því að þá var svo mikið að gera hjá öllum!

Jæja, munið bara að vera mjög dugleg að hvetja mig áfram því að það er svo hvetjandi.. Hehe

Ykkar Eygló ákveðna :)

Sunday, January 21, 2007

Hrakfallabálkurinn!!

Það mun vera ég í dag allavega...
Ég var að hlaupa niður til að fara útí búð þegar ég hrasa svona í tröppunum og sný einhvern veginn báðum fótunum mínum og meiddi mig frekar mikið.. Ég brotnaði sem betur fer ekki, en er aðeins bólgin núna og meiði mig ef ég hreyfi fæturna til hliðanna, en mikið var þetta nú klaufalegt af mér, missti skóinn og allt í hamagangnum! En gott að þetta varð ekki alvarlegra!

En annars er bara gott að frétta, ætla að vera heima á morgun og hvíla fæturna en hún Arna yndi ætlar að taka vaktina fyrir mig :) Veit svo sem ekkert hvað ég ætti að blogga um!!

Mig er farið að langa að kíkja norður, en við komumst örugglega ekkert fyrr en um páskana og þá ef ég næ að redda þeirri helgi því að það er vinnuhelgin mín, en ég átti síðustu páska og jólahelgina núna og næstu páska, ótrúlegt hvernig þetta lendir stundum :Þ En það væri nú gaman að fara að fara í smá ferðalag!

Jæja ég ætla að láta þetta duga og fara að setjast með lappir uppí loft! Good idea..

Fyrirgefið leiðinlega bloggfærslu.. Blogga skemmtilegra næst!

Eyglóin ykkar klaufabárður!

Thursday, January 11, 2007

Ég á svo sæta mömmu!!

Arna var að segja mömmu að við ætluðum að hittast í kvöld heima hjá henni og horfa á House.. Þá heyrist í mömmu, nú er hún (Eygló) e-ð að verða veik??? House, eða hás!!! ;) Snilldin ein!

Mamma þú ert æðibiti :) Elska þig..

Þín Eygló

Monday, January 08, 2007

Árið 2006...

... Var svo sannarlega árið mitt!!!

Í byrjun árs var ég að vinna í Hagkaup og var ekkert svakalega ánægð þar, lítil laun fyrir ágætlega mikla vinnu, ég sagði upp og fór að leita að annarri vinnu.. Fann fljótlega auglýsta vaktstjórastöðu í Nóatúni í Hverafold, ég hafði að vísu ekki hugmynd um hvar það væri en ég hringdi nú samt í Verslunarstjórann og sagði að ég hefði áhuga á þessu starfi, fór í viðtal við hann, svo til rekstarstjóra og stafsmannastjóra, og bingó, fékk vinnuna, miklu hærri laun og yfirmaður :) Ekkert smá ánægð með það :) :)

Byrjaði þar nákvæmlega 27.febrúar. Svo var það einn fallegan dag í mars að gamall vinur kom í búðina, við spjölluðum og bara gaman að því, hann spurði mig nú hvort ég væri bara ein og ég játti því enda ekki að leita mér að manni fyrir 5 aur! Það varð þó úr að hann bað um símanúmerið mitt á blogginu mínu og mér fannst það pínu krúttlegt :) Við fórum að hittast oftar og oftar og svo eitt skiptið eftir að hann kom af sjónum, við búin að vera í síma og e-mail sambandi allan tímann, bauð hann mér út að borða.. Ég mátti ekkert vita hvert, ég átti bara að vera fínt klædd og hann myndi sækja mig.. Mætir hann svo, alveg glimrandi fínn, með rós handa mér.. keyrir af stað og ola.. Argentína, takk fyrir :) Ekkert smá rómantískur, og þetta var alveg æðisleg stund, nema ég var stressuð og orðin yfir mig hrifin :) stuttu síðar byrjuðum við saman :) Eða 21.maí :) Hamingjan!

Við fórum svo norður helgina 23.-25.júní, það vissi það auðvitað enginn þá en við höfðum farið í Jón og Óskar á Laugarveginum og keypt trúlofunarhringa og ætluðum að trúlofa okkur fyrir norðan :) Við fórum í Listigarðinn á laugardagskvöldinu, og fundum einhvern ægilega sætan bekk hjá gosbrunni og settum upp hringana þar, það skríkti í okkur næstum, svo gaman :)

Allt fór á fullt við að undirbúa brúðkaupið en það var eiginlega strax ákveðið að hafa það 7.október og í Selfosskirkju, ég hafði farið þangað í jarðarför fyrr á árinu og heillast af kirkjunni, ofsalega falleg :) allir voru alveg rosalega duglegir að hjálpa okkur við undirbúninginn!! Pabbi og mamma, tengdaforeldrar mínir, Inga frænka Bjössa, amma, Íris og margir margir fleiri, ég gifti mig í brúðarkjólnum hennar mömmu, 28 1/2 árs og amma saumaði hann á mömmu á sínum tíma! Ég hafði rosalega gaman af því að klæðast honum, enda lengi vel verið hrifin af gamaldags öllu mögulegu, ekki svo að segja að kjóllinn sé gamaldags, hann er mjög fallegur perluskreyttur og plein.. og ég var svoo sæt í honum :) Hehe..

Brúðkaupið tókst með eindæmum vel og veislan líka, daginn eftir opnuðum við svo alla pakkana og mér fannst eiginlega svona tíföld jól, þetta voru svo margir pakkar, en ekki leiddist mér eða Bjössa það! Fengum alveg ótrúlega margt fallegt sem nú skreytir heimilið okkar! Takk allir!

Jólin voru haldin hjá pabba og mömmu, og áramótin einnig, alveg æðislegt, góður matur og góður félagsskapur :) við ætluðum norður um áramótin en Bjössi var á bakvakt og komumst við því ekkert, mjög leiðinlegt en stefnan er að fara næstu áramót norður! :)

Þetta ár var því svo sannarlega árið mitt!!

Guð blessi ykkur nýja árið og hafið það ofsalega gott!!

Eyglóin hin hamingjusama :)