Sunday, January 21, 2007

Hrakfallabálkurinn!!

Það mun vera ég í dag allavega...
Ég var að hlaupa niður til að fara útí búð þegar ég hrasa svona í tröppunum og sný einhvern veginn báðum fótunum mínum og meiddi mig frekar mikið.. Ég brotnaði sem betur fer ekki, en er aðeins bólgin núna og meiði mig ef ég hreyfi fæturna til hliðanna, en mikið var þetta nú klaufalegt af mér, missti skóinn og allt í hamagangnum! En gott að þetta varð ekki alvarlegra!

En annars er bara gott að frétta, ætla að vera heima á morgun og hvíla fæturna en hún Arna yndi ætlar að taka vaktina fyrir mig :) Veit svo sem ekkert hvað ég ætti að blogga um!!

Mig er farið að langa að kíkja norður, en við komumst örugglega ekkert fyrr en um páskana og þá ef ég næ að redda þeirri helgi því að það er vinnuhelgin mín, en ég átti síðustu páska og jólahelgina núna og næstu páska, ótrúlegt hvernig þetta lendir stundum :Þ En það væri nú gaman að fara að fara í smá ferðalag!

Jæja ég ætla að láta þetta duga og fara að setjast með lappir uppí loft! Good idea..

Fyrirgefið leiðinlega bloggfærslu.. Blogga skemmtilegra næst!

Eyglóin ykkar klaufabárður!

5 comments:

Íris said...

Ohh fúlt og ekki gott á þig!
Farðu vel með þig og láttu Bjössa stjana við þig í kvöld ;)
Sjáumst vonandi sem fyrst!

Anonymous said...

Þetta var sko ekki gott á þig. Farðu vel með fótinn og gangi þér svo vel með markmiðin þín. Elska þig gullið mitt og við sjáumst. Mamman þín

Anonymous said...

Gott hjá þér að hrasa svona, þá fæ ég meiri aukavinnu. Ég er "kannski" að grínast;);) Láttu þér batna fljótt skvís og takk fyrir að vera frábær, Arna systir

Anonymous said...

Verst að það er ekki hægt að segja,þetta grær áður en þú giftir þig. Hafðu það gott og láttu þér batna. kv... Guðrún mágkona:)

Erling.... said...

Jú það er víst betra að flýta sér passlega hratt. Láttu þér batna.
Lu þinn Pabbi