Monday, January 29, 2007

Átakið :)

Jæja fyrsta vigtun var í morgun og það eru 1,6 kg farin :) Ég er ánægð með það.. Var nú reyndar búin að missa 2,1 á laugardaginn en þrátt fyrir að passaði mig vel í tveimur afmælum og borðaði ekkert nammi þá bætti ég smá á mig :( En þetta kemur allt saman :) Er bara spennt fyrir þessu og Bjössi er búinn að vera mjög duglegur að hvetja mig áfram! Það munar nefnilega ekkert smá að hafa góðan stuðning, gæti þetta örugglega ekki ef Bjössi væri alltaf að hakka í sig nammi þegar ég væri með gulrætur til að narta í! En við erum saman í þessu og það er æðislegt!

Ætlum að byrja að fara í göngutúra á miðvikudaginn en þá er ég á fyrrivakt! Skemmtilegt að labba hér um í Breiðholtinu og rifja upp gamlar minnigar og segja Bjössa frá í leiðinni :) Ég stefni á að missa kíló á viku og allt meira en það er auðvitað bara bónus, en ef ég næ því þá ætti ég að vera búin að missa 10 kg um páskahelgina, sem væri flott að ná..

Helgin var annars bara mjög skemmtileg, fórum í þorrablót á föstudagskvöldið í vinnunni hjá Bjössa, það var fínt, þekkti að vísu engan en þá er ekkert annað en að kynnast fólkinu :) fórum svo í tvö afmæli á laugardaginn, fyrst hjá Birgi Kidda syni og svo hjá Rebekku Rós Gústadóttur.. bæði mjög skemmtileg afmæli og gaman að hitta fólkið sem þar var.

Sunnudeginum eyddum við svo í að taka til í gestaherberginu og skelltum okkur svo austur seinniparitnn og það er alltaf svooo kósý að koma þangað, Íris og fjölskylda kom líka og Arna kom með okkur Bjössa.. Notaleg stund með skemmtilegu fólki :)

Talandi um ferðalög í síðasta bloggi, við stefnum á norðurferð 10.-12.mars :) Það er fyrsta helgin sem við komumst en það væri virkilega gaman að fara að skella sér norður!

Verð svo að enda á að óska Helgu Maren, Ögmundi, Björgvin og Birtu til hamingju með litla prinsinn :) Hann er ekkert smá fallegur :) Síðan hans á barnalandi er www.barnaland.is/barn/55804 endilega skoðið :)

Verið öll sömul blessuð :)

Ykkar Eygló :)

2 comments:

Íris said...

Til hamingju með frábæran árangur ;)
Hlakka til að fylgjast með þér áframhaldandi :D
Og takk fyrir samveruna í gær ;)
kv. Íris

Anonymous said...

Hæ sæta gló og takk fyrir kveðjurnar.Ég vona að þið komið norður þessa helgi svo að þið getið komið og kíkt á prinsinn.Hann er algjört æði þó að ég segi sjálf frá:)Heyrumst sæta mín..Helga fyrrverandi bumba