Monday, January 08, 2007

Árið 2006...

... Var svo sannarlega árið mitt!!!

Í byrjun árs var ég að vinna í Hagkaup og var ekkert svakalega ánægð þar, lítil laun fyrir ágætlega mikla vinnu, ég sagði upp og fór að leita að annarri vinnu.. Fann fljótlega auglýsta vaktstjórastöðu í Nóatúni í Hverafold, ég hafði að vísu ekki hugmynd um hvar það væri en ég hringdi nú samt í Verslunarstjórann og sagði að ég hefði áhuga á þessu starfi, fór í viðtal við hann, svo til rekstarstjóra og stafsmannastjóra, og bingó, fékk vinnuna, miklu hærri laun og yfirmaður :) Ekkert smá ánægð með það :) :)

Byrjaði þar nákvæmlega 27.febrúar. Svo var það einn fallegan dag í mars að gamall vinur kom í búðina, við spjölluðum og bara gaman að því, hann spurði mig nú hvort ég væri bara ein og ég játti því enda ekki að leita mér að manni fyrir 5 aur! Það varð þó úr að hann bað um símanúmerið mitt á blogginu mínu og mér fannst það pínu krúttlegt :) Við fórum að hittast oftar og oftar og svo eitt skiptið eftir að hann kom af sjónum, við búin að vera í síma og e-mail sambandi allan tímann, bauð hann mér út að borða.. Ég mátti ekkert vita hvert, ég átti bara að vera fínt klædd og hann myndi sækja mig.. Mætir hann svo, alveg glimrandi fínn, með rós handa mér.. keyrir af stað og ola.. Argentína, takk fyrir :) Ekkert smá rómantískur, og þetta var alveg æðisleg stund, nema ég var stressuð og orðin yfir mig hrifin :) stuttu síðar byrjuðum við saman :) Eða 21.maí :) Hamingjan!

Við fórum svo norður helgina 23.-25.júní, það vissi það auðvitað enginn þá en við höfðum farið í Jón og Óskar á Laugarveginum og keypt trúlofunarhringa og ætluðum að trúlofa okkur fyrir norðan :) Við fórum í Listigarðinn á laugardagskvöldinu, og fundum einhvern ægilega sætan bekk hjá gosbrunni og settum upp hringana þar, það skríkti í okkur næstum, svo gaman :)

Allt fór á fullt við að undirbúa brúðkaupið en það var eiginlega strax ákveðið að hafa það 7.október og í Selfosskirkju, ég hafði farið þangað í jarðarför fyrr á árinu og heillast af kirkjunni, ofsalega falleg :) allir voru alveg rosalega duglegir að hjálpa okkur við undirbúninginn!! Pabbi og mamma, tengdaforeldrar mínir, Inga frænka Bjössa, amma, Íris og margir margir fleiri, ég gifti mig í brúðarkjólnum hennar mömmu, 28 1/2 árs og amma saumaði hann á mömmu á sínum tíma! Ég hafði rosalega gaman af því að klæðast honum, enda lengi vel verið hrifin af gamaldags öllu mögulegu, ekki svo að segja að kjóllinn sé gamaldags, hann er mjög fallegur perluskreyttur og plein.. og ég var svoo sæt í honum :) Hehe..

Brúðkaupið tókst með eindæmum vel og veislan líka, daginn eftir opnuðum við svo alla pakkana og mér fannst eiginlega svona tíföld jól, þetta voru svo margir pakkar, en ekki leiddist mér eða Bjössa það! Fengum alveg ótrúlega margt fallegt sem nú skreytir heimilið okkar! Takk allir!

Jólin voru haldin hjá pabba og mömmu, og áramótin einnig, alveg æðislegt, góður matur og góður félagsskapur :) við ætluðum norður um áramótin en Bjössi var á bakvakt og komumst við því ekkert, mjög leiðinlegt en stefnan er að fara næstu áramót norður! :)

Þetta ár var því svo sannarlega árið mitt!!

Guð blessi ykkur nýja árið og hafið það ofsalega gott!!

Eyglóin hin hamingjusama :)

6 comments:

Íris said...

Elsku Eygló!
Innilega til hamingju með þetta ár. Það má með sanni segja að þetta hafi verið árið þitt!!
Sjáumst
þín systir Íris

Anonymous said...

Þá áttir þetta sko allt svo sannarlega skilið dúllan mín og þetta ár verður örugglega árið þitt líka...Árið byrjar allavega vel hjá mér:)Nú er bara að bíða eftir litla orminum:)Kveðja úr snjónum á Akureyri...

Anonymous said...

Tek undir með sætu bumbulínunum sem skrifuðu á undan mér. Þú áttir þetta sko ALLT skilið. Þú ert frábær, Arna systir

Anonymous said...

Til hamingju, ég vissi ekki að þú værir gift!! Svona fylgist ég illa með! En gleðilegt nýtt ár frá okkur öllum hér.

Erling.... said...

Og nú eru árin þín öll framundan. Að rækta garðinn ykkar og njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða er gott nesti í ferðalagið. Hamingja ykkar verður nefnilega fyrst og fremst sköpuð með samskiptum ykkar tveggja.
LU þinn pabbi

Anonymous said...

æjh, elsku Eygló!
til hamingju með þetta alltsaman! þetta var svo sannarlega þitt ár :)
ég vona að þér og Bjössa þínum heilsist vel á nýja árinu og verðið alveg voða hamingjusöm það sem eftir er :)
nýárskveðjur,
Svansa :D