Tuesday, January 23, 2007

Jæja þá er komið að því!

Ég ætla í alvöru átak... Búin að byrja í nokkrum undanfarið sem ég hef gefist fljótt upp á. En nú er ég alveg ákveðin en þarf smávegis stuðning frá ykkur elskurnar mínar...

Ég er búin að setja upp stiklu hér efst á bloggið mitt þar sem ég ætla að missa 10 kg, ég vil ekki setja mér of há markmið strax því að þá eru meiri líkur á að maður koksi á því ef svo má að orði komast! Einu sinni í viku eða á mánudögum verður stiklan uppfærð.. Og svo mega allir vera voða duglegir að hvetja mig áfram!! Við Bjössi ætlum svo að fara í göngutúra þegar fæturnir mínir verða komnir alveg í lag sem verður fljótlega :)

Verð annars heima í dag en ætla í vinnu á morgun, annað kvöld er svo frænkukvöld hér hjá mér en þá kemur amma, mamma, systur mömmu og allar dætur og tengdadætur :) Ekkert smá skemmtilegt.. Þetta er þriðja frænkukvöldið sem við höldum en Arna var sú fyrsta og er hún því frumkvöðullinn.. Hittumst ca einu sinni í mánuði nema í desember því að þá var svo mikið að gera hjá öllum!

Jæja, munið bara að vera mjög dugleg að hvetja mig áfram því að það er svo hvetjandi.. Hehe

Ykkar Eygló ákveðna :)

6 comments:

Íris said...

Finnst þetta gott hjá þér og ég skal reyna að vera dugleg að hvetja þig áfram. Ég reyndar veit að þú getur þetta ef þú tekur meðvitaða ákvörðun um að gera þetta!
Verður gaman að fylgjast með þér ;)
Sjáumst hressar annað kvöld!
Your big sys ;)

Anonymous said...

You go girl ég veit líka að þú getur þetta bara ekki fara of geyst og ætla sér of mikið og muna það að þó að kílóin fari ekki á fítónshraða strax þá er það sennilega af því að það eru að byggjast upp vöðvar(fólk flaskar oft á því)Gangi þér súper úber vel elsku dúllan og ég læt vonandi heyra fljótt í mér með drenginn VONANDI...Kveðja frá bumbunni á eyrinni:)

Anonymous said...

Þú getur þetta og þið bæði. Gangy þér vel. Kv... Guðrún gamla.

Anonymous said...

Gó Eygló Gó!!!! rúllaðu þeim upp!

sakna þín!
g
kossar og knús í bæinn!

Sólveig

Erling.... said...

Þú hefur sýnt að þú getur það sem þú ætlar þér (eins og þú átt kyn til). Gangi þér vel elskan mín.
Þinn Pabbi

Anonymous said...

Baráttu kveðjur til þín elsku frænka.-
Og ég segi sama og þú; ég fylgist alltaf með blogginu þínu þó kommenti ekki oft.
-Svo þegar ég kommenta (eins og hjá pabba þínum,þá gleymi ég stundum að kvitta:)
Það er svo skrýtið með þessi kíló þau eru viðráðanlegri þegar maður er ungur en eru fastari þegar maður eldist svo það er um að gera að taka í taumana þá.
Hitt er svo annað mál að við erum öll misjöfn í laginu og ég er alveg viss um að hann Bjössi þinn elskar sérhvert gramm:)
Gangi þér vel frænka mín.
Gerða