Thursday, February 01, 2007

Æ-I

Átakið mitt gengur ekki sem best, verð að játa að ég er massa svekkt, búin að missa 1,6 kg en ekkert virðist fara í viðbót, ég prófaði einn daginn að borða bara einn banana og svo nupo létt eftir hádegi en var svo 100 gr þyngri morguninn eftir.. Borðaði svo aðeins meira daginn eftir, en ekkert óhollt og aftur kom 100 gr! Skil þetta ekki! Er frekar dugleg að borða grænmeti en þó ekki 600 gr á dag, kannski 200-300 gr.. Ætti að bæta mig þar! Svo er ég nýbúin að komast að því að í kristal + sem ég drekk mjög oft inniheldur bara aðeins minna af sykri en í kók, þvílík blekking, eða ég svona vitlaus!

Ég ætla nú ekki alveg að drepa ykkur úr leiðindum, hvað finnst ykkur um nýju Lost seríuna sem var byrjað að sýna síðasta mánudag? Ég er ekkert smá spennt fyrir þessum þáttum enda á ég báðar hinar seríurnar á DVD! Mér allavega finnst þetta sjúkt góðir þættir og ekkert orðin leið á þeim eins og ég hef heyrt að margir séu!

Hef þetta ekki lengra að sinni, ég á helgarvaktina framundan og finnst mér það ekki spennandi tilhugsun! Kannksi maður ætti að finna sér aðra vinnu? Veit ekki..

Verið blessuð :)

Ykkar Eygló...

7 comments:

Íris said...

Elsku Eygló mín ;)
Ekki sleppa að borða í heilan dag. Einn banani og eitthvað nupo létt er bara ekki nóg fyrir líkamann og þess vegna heldur hann fast í það litla sem þú lætur í hann. Verður að borða reglulega, bara hafa það hollt og ekki of mikið í einu!
Gangi þér vel og það er gaman að fá að fylgjast með átakinu hér á blogginu þínu ;)
Sjáumst
Your sis

Anonymous said...

Sama og ég ætlaði að segja dúllan mín,borða fimm sinnum á dag og bara aðeins minna og auðvitað hollt.Ekki gefast upp krúttlan mín.Brostu því að þá ertu svo sæt.Hlakka geðveikt til ef að þið komið norður í mars(hvort sem að þú verður búin að missa einhver kíló eða ekki;) Hafðu það gott...Kveðja Helga bumbulausa sem á svooooooo fallegan strák að hún er að rifna af stolti:)

Anonymous said...

Hmmmm.... farðu inn á ljosmodir.is og gáðu hvað fóstur stækkar hratt á viku... hehehehe.
En er annars sammála ofangreindum... lítið og oft.
Takk, er blessuð.
Gittan

Anonymous said...

Ég segi það sama og Íris og Helga Maren að borða oftar og minna í einu. Gangi þér vel skvís.... Þú ert bara frábær.... Arnan þín

Anonymous said...

Hellúúú
Já gangi þér vel sæta:) Mundu líka að það þarf smá fitu (góða) til að leiða hina fituna út:) og drekka minnst 2 ltr af vatni á dag til að hreinsa líkamann af saltinu og öðru:)

Anonymous said...

Elsku dúll

Það er nú bara þannig með kvenmannslíkamann að einu sinni í mánuði þyngist hann eitthvað SAMA hvað þú borðar......eða borðar ekki. Svo að örfáum dögum liðnum þá léttist líkaminn aftur eins og fyrir töfra...........ja frekar þreytandi töfra en samt.......

OG .já...........EKKI svelta líkamann, því eins og Íris segir, þá heldur hann að það sé "hungrsneyð í landinu" og heldur fast í allt sem hann nær í
Og til langframa hefur það skemmandi áhrif........loock at me....I can tell
Hvers virði er líka að eyða lífinu í sífeldar áhyggjur af einhverjum kílóum hmpfr.....það er innlitið sem skiptir máli ....ekki bara útlitið.

Þín einasta eina
Sirrý

Anonymous said...

ég hef fulla trú á þér, snúður :D kanski ég geri bara það sama! :D ..alveg spurning bara.. :)
annars er ég sammála öllum efri ræðumönnum um þetta mál.. það er alveg fáránlegt hvernig líkaminn virkar, sérstaklega hjá konum! .. ég er bara hætt að nenna að vigta mig.. mín þyngd fer bara eftir því hvernig mér líður, hinn og þennan daginn :D

annars sendi ég þér stuðnings strauma! :D hlakka til að hitta þig þegar þú kemur norður
love
svansa