Saturday, February 10, 2007

Forvitna Eygló ;)

Þeir sem mig þekkja muna eftir sögunni þegar slökkviliðsbíllinn var að "elta" mig norður á Akureyri og akkúrat þegar ég vippaði mér uppá kantinn til að víkja fyrir þeim þá voru þeir komnir á áfangastað! Ég auðvitað trylltist úr hlátri eins og mér einni er lagið :)

Allavega, á fimmtudaginn fer ég út á videoleigu (tala alltaf um að leigja spólu þó ég sé auðvitað að leigja DVD, en hvað um það) finn reykjarlykt í loftinu út á bílaplani hér heima en sé engan eld svo að ég bara fer, kem til baka og þá er kominn mikill reykur yfir bílaplanið og miklu meiri lykt.. Ég skrepp í Kaskó og þegar ég kem útúr Kaskó er kominn enn meiri reykur og þar sem ég er alveg hrikalega forvitin þá ákveð ég að hlaupa nú aðeins á bakvið blokkina, hélt kannski að það væri kviknað í stóru blokkinni en nei þá sé ég helling af löggubílum og slökkvibílum og einn sjúkrabíl vera þarna hjá Gerðubergi, ég auðvitað labbaði lengra, forvitnin alveg að drepa mig! Labba þarna í gegnum mikinn reyk og fer alveg að FB, þar sé ég bara hvaðan reykurinn stígur upp en engan eld, þá hafði eins og allir vita núna, kviknað í Skátaheimilinu, ekki í fyrsta skipti!! Íbúðin okkar angaði af reykjarlykt en þó ekki eins og jakkinn minn sem ANGAR af lykt.. rosalegt að sjá þetta.. Eins gott bara að það var engin inn í húsinu! Get varla ímyndað mér neitt verra en að lenda í eldsvoða, það var líka mín versta martöð sem barn, að það myndi kvikna í og ég kæmist ekki út.. Brrr skelfileg tilhugsun!!

En að öðru.. Við ætluðum að vera að hafa það kósý í sumarbústað þessa stundina en þar sem nær allir landsmenn hafa verið að veikjast þá er Bjössi örugglega með flensuna, hann er búinn að vera að frjósa út kulda, jafnvel með 2 sængur, og það er sko ólíkt honum! Hann er líka með hita og allt sem fylgir flensunni, svo að við ákváðum að fara bara eftir viku í bústaðinn, enda leiðinlegt að fara og geta svo ekki gert neitt útaf slappleika, ekki einu sinni farið í pottinn!! Það gengur sko ekki..

Ætla að taka því rólega í dag, og njóta þess að vera í fríi, ætla að þvo þvott, og taka aðeins til, elska að hafa þurrkara, handklæðin verða svo mjúk, lov it!! Annars er nú ekkert annað planað nema hjúkra Bjössa mínum :)

En eigið alveg ofsalega góða og notalega helgi elskurnar :)

Verið marg marg blessuð!

Ykkar Eygló ofurforvitna ;)

5 comments:

Anonymous said...

Skilaðu batakveðju til Bjössa litla:) Þessi viðbjóðslega flensa er sko ekkert grín. Jói lá í heila viku og nú virðist Davíð vera tekinn við. Biðjum öll að heilsa.

Íris said...

Vonandi batnar honum Bjössa sem fyrst svo þið getið amk farið í bústaðinn næstu helgi!
Hlakka annars til að hitta þig næst ;)
your sys Íris

Erling.... said...

Altaf leiðindi að vera veikur, þó ég hafi nú kannski ekki mikla reynslu. Leiðinlegt að missa af sumarbústaðnum, en
gott að þið gátuð frestað honum.
Elska ykkur
þinn pabbi.

Anonymous said...

Hæ Gló!!!
Það fara að koma fleiri myndir af stráknum fljótlega,þetta hefur verið voða ferð hjá þér þarna ég beið bara eftir að sjá þig í mynd hjá sjónvarpinu þegar fréttin kom,ein af þessum sem hoppa fyrir aftan myndavélina hehehe.Heyrumst síðar:)
Kveðja Helga og strákastóðið...

Anonymous said...

HÆ það er sko kominn tími á sumaklúbb!!!!! Finndu tíma og láttu mig vita. er laus flest öll kvöld :)
kv Sonja