Wednesday, February 07, 2007

Helgin og fleira!

Jæja síðast þegar ég bloggaði var ég í smá kvartistuði.. Þið vonandi afsakið það! Það virkaði nú samt því að daginn eftir hafði ég lést aðeins :) Borgar sig stundum að kvarta.. Neh segi nú bara svona!!!

Helgin var mín, mikið rosalega er þreytandi að vinna svona mikið þriðju hverja helgi, frá kl 14 á föstudegi til kl 21:? á sunnudagskvöld.. Ferð rétt svo heim til að sofa, mér finnst að það ætti að breyta þessu fyrirkomulagi! En ég ræð því því miður ekki... Var alveg búin á sunnudagskvöldið og mig minnir að ég hafi farið næstum beint að sofa þegar ég kom heim.. Man það þó ekki alveg!

Vigtin góða, (á maður ekki að kalla hana það?) sýndi lægri tölu á mánudaginn, jibbý! Þá voru farin 2,6 á 2 vikum sem er bara alveg ásættanlegt! Síðustu 2 dagar hafa nú ekki verið sem hollastir en dagurinn í dag verður það! Maður verður að halda sig við efnið! Er það ekki??

Fórum í bíó í gær systurnar á Pursuit of happyness! Arna vann miða fyrir okkur á Barnalandi og fórum við á forsýningu og mikið var hún góð, ef hann Will Smith vinnur ekki óskarinn fyrir þessa mynd þá veit ég ekki hvað, hann á það allavega skilið, þvílíkt sem hann lék vel!!!! Vá, get alveg gjörsamlega mælt með þessari mynd við alla! Því að hún snertir held ég við öllum!

Um helgina ætlum við hjónakornin að skella okkur í sumarbústað :) Ég hlakka svo mikið til!! Ég er að vinna til 16 á föstudaginn og Bjössi til 15:30 og við ætlum að vera búin að pakka niður og fara svo bara að versla og rúlla af stað.. Þetta er í Ölfusborgum svo það er ekki langt að fara :) Ætlum að fara bara tvö og hafa það kósý :) Hlakka mikið til :)

Hef nú ekki mikið meira að segja!!

Verið margblessuð :)

Ykkar Eygló minnkandi og svo mikið hamingjusama ;)

2 comments:

Íris said...

Takk fyrir bíóferðina í gærkvöldi. Rosa gaman ;)
Og til hamingju með árangurinn, þú stendur þig vel!

Anonymous said...

til hamingju með árangurinn, snúður :D ..eða ætti maður að kalla þig gulrót :D
allavega!

knús
svansa