Sunday, February 18, 2007

Konudagurinn :)

Það fyrsta sem ég sá á eldhúsborðinu þegar ég fór fram úr í morgun voru 3 gjafir... Og kort :) Ekkert smá sætur hann Bjössi minn! Hann kann svo sannarlega að gleðja mig því að mér finnst svo gaman að fá pakka :) Svo gladdi hann mig ennþá meira með því að segja mér að hann ætlaði að bjóða mér út að borða í kvöld... Á Hótel Holt ;) Slúrp.....

Dagurinn var svo alveg einstaklega kósý, við vöknuðum um 10 leytið, og fengum okkur morgunmat í rólegheitum, lögðum okkur svo aftur milli 12 og 14, óvanalegt en mjög svo notalegt, ég mátti alveg ráða deginum svo að við fórum í Bónus og keyptum vatnsdeigsbollumix og búðing, (ekki karamellu því að hann er hættur að vera góður) vanillu og sprauturjóma! Bökuðum svo bollurnar og borðuðum smá part af þeim, rosalega góðar og sniðugt (og þægilegt) að kaupa bara mix og bæta við vatni og olíu útí ;)

Svo var auðvitað tekið til í að þvo hár og slétta og fara í fínu fötin og mála sig og gera sig ennþá sætari ;) Vorum mætt þarna kl 19, við fengum freyðivín í forrétt, (ég lét Bjössa drekka einn sopa af mínu glasi fyrir mig) ég skil bara ekki hvernig fólk getur drukkið áfengi, mér finnst lyktin óendanlega vond... svo fengum við að setjast og þá byrjaði 5 rétta ballið!!! MMMMM

Fengum fyrst einhverja sveppafroðu með hökkuðum sveppum, og þetta var alveg rooosalega gott, ég var svo lengi að njóta þess að borða þetta (þetta var í lítilli skál) að ég var ekki búin þegar þeir komu með næsta rétt, sem var reyktur lax með einhverri sósu og alfaalfa spírum og baunaspírum o.fl, mjöög gott líka, þetta var allt svona sem pabbi myndi kalla bragðlaukakitl, allavega sveppafroðan, mmmmm :) næst tók við hörpudiskur í einhverju deigi með einhverri sósu (man ekki nöfnin, var voða flott) og svo krabbi í öðruvísi deigi með líka annari tegund af sósu, rosalega flott borið fram á disknum!! fengum með þessu einhverskonar krabbagratín sem ég fílaði reyndar ekki, alltof mikið alkohólbragð, bjakk.. jæja þá var komið að aðalréttinum sem var lambavöðvi með mjög þunnri sneið af nýrri tegund af sviðasultu yfir og með þessu var einhvers konar kringlótt rófu + kartöflustappa en þó alveg rosalega gott bragð af þessu og fullkomið með lambakjötinu :) ROSALEGA góður matur!! Í eftirrétt voru 3 tegundir af einhverju sem var alveg eins og ís nema það var ekki frosið og lak ekki út um allt, það var í vanilluhlaupi, svo voru ber í vanillufroðu og ein vanilluískúla!!! M-M-M :) alveg magnað :)

Sem sagt fullkominn dagur með fullkomnum manni :) Hann er einfaldlega bestur, enda mér ætlaður ;) Heppin ég!

Gærdagurinn var líka frábær, eyddum honum að mestu leyti fyrir austan, hún Sara Ísold átti afmæli 15.febrúar og var haldið uppá það í gær með pompi og prakt!! Gaman að því :)

Svo var Eurovision partý um kvöldið, ég hélt með Sigurjóni Brink með lagið Áfram, enda algjört snilldarlag, en ég er samt rosa ánægð með að Eiríkur sé að fara út, hann var með hresst og flott lag sem mun örugglega vekja athygli úti !! Áfram Eiríkur.. :)

Þá er að byrja ný vinnuvika á morgun, leiðinlegasta vinnuvikan þar sem hún endar á að ég eigi vinnuhelgi!! er einhver sem vill fá mig í vinnu 8-16 virka daga og borga mér vel???? Hehe, það væri draumur... orðin hundleið á þessum kvöld og helgarvöktum...

Eigið samt sem áður rosalega góða viku framundan og farið vel með hvert annað :)

Verið svo margblessuð, það er ég svo sannarlega!!

Ykkar Eygló H-A-M-I-N-G-J-U-S-A-M-A ;)

2 comments:

Anonymous said...

Æðislegt hvað þið eruð hamingjusöm þið Bjössi... Takk fyrir samveruna á laugardaginn, þetta var mjög gaman, afmælið og júróvisjon:):) Arna

Anonymous said...

Hæ kröfuharða kona:)
Ég fer að setja inn myndir bráðlega ég er bara með strákinn á júllunum á mér alla daga og öll kvöld svo að ég sest lítið í tölvuna en þetta kemur,við eigum örugglega 200 myndir erum alveg að missa okkur á vélinni og svo bara einhvernveginn gleymist allt þegar maður er með svona kríli allt annað en að sinna því en betur má ef duga skal,ég bíð bara spennt eftir fréttum af litlum Bjössa eða lítilli Gló:)
Jæja krúttla hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið norður:)
Kveðja af eyrinni fögru:)Voða mikið að broskörlum eitthvað :) :)