Thursday, February 22, 2007

Gáta ;)

Fjórir ganga,
fjórir hanga,
tveir veg vísa,
tveir fyrir hundum verja,
einn eftir drallar,
sá er oftast saurugur.

Og hver er með svarið ??

8 comments:

Erling.... said...

Mér dettur nú eitt ákveðið í hug sem ég ætla þó ekki að láta uppi, leyfa fleirum að spreyta sig.
LU þinn pabbi

Ella Gitta said...

Pabbi þinn er nottlea með svarið - sveitamaðurinns sjálfur. En ég held ég hafi það líka. Svo ég spyr á móti - getur verið að svarið finnist í stafrófinu?
Kv. Gittan Geggjaða

Íris said...

Jebbs, ég er líka með svarið hehe, datt það strax í hug ;)
En ætla ekki að segja alveg strax, vera eins og pabbi hehe :D

Anonymous said...

Gaman hvað þið eruð gáfuð. Ekki fatta ég neitt.

KPB

Íris said...

Hahahah góður Kiddi :D

Anonymous said...

Auðvitað vissu allir svarið enda gömul gáta sem pabbi spurði okkur systurnar oft, ég reyndar gleymdi alltaf svarinu, en mig minnir að svarið sé kú, þó svo ég hafi ekki hugmynd um við hvað er átt í "tveir fyrir hundfum verja" En þar hafið þið það :) Gaman að þessu!! Ykkar einasta Eygló :)

Hrafnhildur said...

Ég hefði haldið að það væru hornin. :) En það er náttlea bara gisk :)

Erling.... said...

DING DONG...!