Monday, February 26, 2007

Ahhh :)


Skemmtileg mynd til að ylja sér við í kuldanum :) Tekin á Barbados í brúðkaupsferðinni okkar í október!! ÆÐI!!!
Oh, ég hlakka svoo til sumarsins.. Útilegur og tilheyrandi ferðalög!! Love it!!
Ykkar Eygló ;)

Thursday, February 22, 2007

Gáta ;)

Fjórir ganga,
fjórir hanga,
tveir veg vísa,
tveir fyrir hundum verja,
einn eftir drallar,
sá er oftast saurugur.

Og hver er með svarið ??

Sunday, February 18, 2007

Konudagurinn :)

Það fyrsta sem ég sá á eldhúsborðinu þegar ég fór fram úr í morgun voru 3 gjafir... Og kort :) Ekkert smá sætur hann Bjössi minn! Hann kann svo sannarlega að gleðja mig því að mér finnst svo gaman að fá pakka :) Svo gladdi hann mig ennþá meira með því að segja mér að hann ætlaði að bjóða mér út að borða í kvöld... Á Hótel Holt ;) Slúrp.....

Dagurinn var svo alveg einstaklega kósý, við vöknuðum um 10 leytið, og fengum okkur morgunmat í rólegheitum, lögðum okkur svo aftur milli 12 og 14, óvanalegt en mjög svo notalegt, ég mátti alveg ráða deginum svo að við fórum í Bónus og keyptum vatnsdeigsbollumix og búðing, (ekki karamellu því að hann er hættur að vera góður) vanillu og sprauturjóma! Bökuðum svo bollurnar og borðuðum smá part af þeim, rosalega góðar og sniðugt (og þægilegt) að kaupa bara mix og bæta við vatni og olíu útí ;)

Svo var auðvitað tekið til í að þvo hár og slétta og fara í fínu fötin og mála sig og gera sig ennþá sætari ;) Vorum mætt þarna kl 19, við fengum freyðivín í forrétt, (ég lét Bjössa drekka einn sopa af mínu glasi fyrir mig) ég skil bara ekki hvernig fólk getur drukkið áfengi, mér finnst lyktin óendanlega vond... svo fengum við að setjast og þá byrjaði 5 rétta ballið!!! MMMMM

Fengum fyrst einhverja sveppafroðu með hökkuðum sveppum, og þetta var alveg rooosalega gott, ég var svo lengi að njóta þess að borða þetta (þetta var í lítilli skál) að ég var ekki búin þegar þeir komu með næsta rétt, sem var reyktur lax með einhverri sósu og alfaalfa spírum og baunaspírum o.fl, mjöög gott líka, þetta var allt svona sem pabbi myndi kalla bragðlaukakitl, allavega sveppafroðan, mmmmm :) næst tók við hörpudiskur í einhverju deigi með einhverri sósu (man ekki nöfnin, var voða flott) og svo krabbi í öðruvísi deigi með líka annari tegund af sósu, rosalega flott borið fram á disknum!! fengum með þessu einhverskonar krabbagratín sem ég fílaði reyndar ekki, alltof mikið alkohólbragð, bjakk.. jæja þá var komið að aðalréttinum sem var lambavöðvi með mjög þunnri sneið af nýrri tegund af sviðasultu yfir og með þessu var einhvers konar kringlótt rófu + kartöflustappa en þó alveg rosalega gott bragð af þessu og fullkomið með lambakjötinu :) ROSALEGA góður matur!! Í eftirrétt voru 3 tegundir af einhverju sem var alveg eins og ís nema það var ekki frosið og lak ekki út um allt, það var í vanilluhlaupi, svo voru ber í vanillufroðu og ein vanilluískúla!!! M-M-M :) alveg magnað :)

Sem sagt fullkominn dagur með fullkomnum manni :) Hann er einfaldlega bestur, enda mér ætlaður ;) Heppin ég!

Gærdagurinn var líka frábær, eyddum honum að mestu leyti fyrir austan, hún Sara Ísold átti afmæli 15.febrúar og var haldið uppá það í gær með pompi og prakt!! Gaman að því :)

Svo var Eurovision partý um kvöldið, ég hélt með Sigurjóni Brink með lagið Áfram, enda algjört snilldarlag, en ég er samt rosa ánægð með að Eiríkur sé að fara út, hann var með hresst og flott lag sem mun örugglega vekja athygli úti !! Áfram Eiríkur.. :)

Þá er að byrja ný vinnuvika á morgun, leiðinlegasta vinnuvikan þar sem hún endar á að ég eigi vinnuhelgi!! er einhver sem vill fá mig í vinnu 8-16 virka daga og borga mér vel???? Hehe, það væri draumur... orðin hundleið á þessum kvöld og helgarvöktum...

Eigið samt sem áður rosalega góða viku framundan og farið vel með hvert annað :)

Verið svo margblessuð, það er ég svo sannarlega!!

Ykkar Eygló H-A-M-I-N-G-J-U-S-A-M-A ;)

Saturday, February 10, 2007

Forvitna Eygló ;)

Þeir sem mig þekkja muna eftir sögunni þegar slökkviliðsbíllinn var að "elta" mig norður á Akureyri og akkúrat þegar ég vippaði mér uppá kantinn til að víkja fyrir þeim þá voru þeir komnir á áfangastað! Ég auðvitað trylltist úr hlátri eins og mér einni er lagið :)

Allavega, á fimmtudaginn fer ég út á videoleigu (tala alltaf um að leigja spólu þó ég sé auðvitað að leigja DVD, en hvað um það) finn reykjarlykt í loftinu út á bílaplani hér heima en sé engan eld svo að ég bara fer, kem til baka og þá er kominn mikill reykur yfir bílaplanið og miklu meiri lykt.. Ég skrepp í Kaskó og þegar ég kem útúr Kaskó er kominn enn meiri reykur og þar sem ég er alveg hrikalega forvitin þá ákveð ég að hlaupa nú aðeins á bakvið blokkina, hélt kannski að það væri kviknað í stóru blokkinni en nei þá sé ég helling af löggubílum og slökkvibílum og einn sjúkrabíl vera þarna hjá Gerðubergi, ég auðvitað labbaði lengra, forvitnin alveg að drepa mig! Labba þarna í gegnum mikinn reyk og fer alveg að FB, þar sé ég bara hvaðan reykurinn stígur upp en engan eld, þá hafði eins og allir vita núna, kviknað í Skátaheimilinu, ekki í fyrsta skipti!! Íbúðin okkar angaði af reykjarlykt en þó ekki eins og jakkinn minn sem ANGAR af lykt.. rosalegt að sjá þetta.. Eins gott bara að það var engin inn í húsinu! Get varla ímyndað mér neitt verra en að lenda í eldsvoða, það var líka mín versta martöð sem barn, að það myndi kvikna í og ég kæmist ekki út.. Brrr skelfileg tilhugsun!!

En að öðru.. Við ætluðum að vera að hafa það kósý í sumarbústað þessa stundina en þar sem nær allir landsmenn hafa verið að veikjast þá er Bjössi örugglega með flensuna, hann er búinn að vera að frjósa út kulda, jafnvel með 2 sængur, og það er sko ólíkt honum! Hann er líka með hita og allt sem fylgir flensunni, svo að við ákváðum að fara bara eftir viku í bústaðinn, enda leiðinlegt að fara og geta svo ekki gert neitt útaf slappleika, ekki einu sinni farið í pottinn!! Það gengur sko ekki..

Ætla að taka því rólega í dag, og njóta þess að vera í fríi, ætla að þvo þvott, og taka aðeins til, elska að hafa þurrkara, handklæðin verða svo mjúk, lov it!! Annars er nú ekkert annað planað nema hjúkra Bjössa mínum :)

En eigið alveg ofsalega góða og notalega helgi elskurnar :)

Verið marg marg blessuð!

Ykkar Eygló ofurforvitna ;)

Wednesday, February 07, 2007

Helgin og fleira!

Jæja síðast þegar ég bloggaði var ég í smá kvartistuði.. Þið vonandi afsakið það! Það virkaði nú samt því að daginn eftir hafði ég lést aðeins :) Borgar sig stundum að kvarta.. Neh segi nú bara svona!!!

Helgin var mín, mikið rosalega er þreytandi að vinna svona mikið þriðju hverja helgi, frá kl 14 á föstudegi til kl 21:? á sunnudagskvöld.. Ferð rétt svo heim til að sofa, mér finnst að það ætti að breyta þessu fyrirkomulagi! En ég ræð því því miður ekki... Var alveg búin á sunnudagskvöldið og mig minnir að ég hafi farið næstum beint að sofa þegar ég kom heim.. Man það þó ekki alveg!

Vigtin góða, (á maður ekki að kalla hana það?) sýndi lægri tölu á mánudaginn, jibbý! Þá voru farin 2,6 á 2 vikum sem er bara alveg ásættanlegt! Síðustu 2 dagar hafa nú ekki verið sem hollastir en dagurinn í dag verður það! Maður verður að halda sig við efnið! Er það ekki??

Fórum í bíó í gær systurnar á Pursuit of happyness! Arna vann miða fyrir okkur á Barnalandi og fórum við á forsýningu og mikið var hún góð, ef hann Will Smith vinnur ekki óskarinn fyrir þessa mynd þá veit ég ekki hvað, hann á það allavega skilið, þvílíkt sem hann lék vel!!!! Vá, get alveg gjörsamlega mælt með þessari mynd við alla! Því að hún snertir held ég við öllum!

Um helgina ætlum við hjónakornin að skella okkur í sumarbústað :) Ég hlakka svo mikið til!! Ég er að vinna til 16 á föstudaginn og Bjössi til 15:30 og við ætlum að vera búin að pakka niður og fara svo bara að versla og rúlla af stað.. Þetta er í Ölfusborgum svo það er ekki langt að fara :) Ætlum að fara bara tvö og hafa það kósý :) Hlakka mikið til :)

Hef nú ekki mikið meira að segja!!

Verið margblessuð :)

Ykkar Eygló minnkandi og svo mikið hamingjusama ;)

Thursday, February 01, 2007

Æ-I

Átakið mitt gengur ekki sem best, verð að játa að ég er massa svekkt, búin að missa 1,6 kg en ekkert virðist fara í viðbót, ég prófaði einn daginn að borða bara einn banana og svo nupo létt eftir hádegi en var svo 100 gr þyngri morguninn eftir.. Borðaði svo aðeins meira daginn eftir, en ekkert óhollt og aftur kom 100 gr! Skil þetta ekki! Er frekar dugleg að borða grænmeti en þó ekki 600 gr á dag, kannski 200-300 gr.. Ætti að bæta mig þar! Svo er ég nýbúin að komast að því að í kristal + sem ég drekk mjög oft inniheldur bara aðeins minna af sykri en í kók, þvílík blekking, eða ég svona vitlaus!

Ég ætla nú ekki alveg að drepa ykkur úr leiðindum, hvað finnst ykkur um nýju Lost seríuna sem var byrjað að sýna síðasta mánudag? Ég er ekkert smá spennt fyrir þessum þáttum enda á ég báðar hinar seríurnar á DVD! Mér allavega finnst þetta sjúkt góðir þættir og ekkert orðin leið á þeim eins og ég hef heyrt að margir séu!

Hef þetta ekki lengra að sinni, ég á helgarvaktina framundan og finnst mér það ekki spennandi tilhugsun! Kannksi maður ætti að finna sér aðra vinnu? Veit ekki..

Verið blessuð :)

Ykkar Eygló...