Á föstudaginn hittumst við heima hjá Örnu og við pöntuðum pizzu saman.. Arna fór svo á samkomu með Hrund og við Bjössi pössuðum fyrir hana á meðan :) Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri komin helgi en jújú.. Var reyndar heima mánudag til miðvikudags í síðustu viku, var með svo hryllilega mikið kvef og fékk líka hita.. Bjakk.. En svona er þetta nú, tíminn flýgur og gaman að segja frá því að það eru 29 dagar til jóla :):):):)
Við fórum svo í afmæli í gær til Hrafnhildar og Ágústar.. Þetta var líka innflutningspartý og var mjöög gaman að sjá húsið þeirra en það er mjööög flott og á 3 hæðum! Við gátum reyndar stoppað fremur stutt þar sem við komumst af því að kótilettukvöldið í Samhjálp byrjaði kl 19 en ekki 20 eins og við héldum!!! hehe.. En við komumst nú á réttum tíma þó..
Það var mjög gaman að fara á kótilettukvöldið en okkur var boðið af Valda og erum við honum mjög þakklát fyrir :) Takk fyrir okkur! Það var happdrætti og svo var bögglauppboð :) Ég var nú að dást að þeim sem gátu boðið 30 þúsund og fannst þeir svaka ríkir! Nema hvað, síðasta pakkann vildi ég!! Ég varð bara :) Það var sem sagt pakki og svo fylgdi málverk með ef einhver byði 70 þús!! Tek það fram að mér fannst málverkið MJÖÖG fallegt og ég var búin að heyra að einhver Magnús hefði málað það en ég átti nú engan pening svo að ég hugsaði það ekki lengra - - - þangað til ég heyrði að Magnús Guðnason hefði málað það 1987!!!!! Þeir sem ekki þekkja mig það vel til að vita en þá var hann afi minn og listagóður málari :) Ég átti 2 málverk fyrir eftir hann og ég gat bara ekki hugsað mér að þetta fallega málverk myndi enda bara einhvers staðar! Það endaði þannig að við buðum 85 þúsund og það var slegið okkur :):):):) Ég var eiginlega í geðshræringu eftir þetta því að það er mér svoo dýrmætt að eiga þetta málverk, ekki nóg með að afi málaði það heldur er þetta mjög kristilegt málverk þar sem fólk gengur að vatni til að láta niðurdýfast :) Fæ bara gæsahúð við að skrifa þetta!! Ég tók mynd af málverkinu til að leyfa ykkur að sjá!
Allir að segja mér hvað þeim finnst! Ég veit að 85þúsund er svolítið mikill peningur en það er ekki á hverjum degi sem málverk eftir afa er í boði og ég bara stóðst ekki mátið :) Og maður lifir nú bara einu sinni!!!! :) Ég er allavega HÆSTánægð með þetta og svo ætla ég að bara að óska mér pening í afmælisgjöf þegar þar að kemur og það fer upp í myndina.. Því að mig vantar svo sem ekki neitt :) Gleði gleði gleði!
Eygló jólabarn með meiru :):):):)