Tuesday, October 10, 2006

Hjónin komin til New York :)



Mig langar til að byrja á því að þakka öllum sem tóku þátt í að gera daginn okkar svona glæsilegan og eins æðislegan og hann var :)

ALLT tókst svo vel og allt var svo fallegt :) Við hjónakornin vorum auðvitað langfallegust á svæðinu, en ég er svoooo ánægð með allt saman :) Skemmtileg minni brúðar og brúðguma, óvæntur "ef þú giftist, ef þú bara giftist" söngur með sérsömdum texta um okkur, fábærar ræður, rosalega vel skreyttur salurinn hjá henni Christinu, glæsileg brúðarterta sem amma gerði og Hildur frænka gerði alveg æðislega góðar kranskökur :) svo söngurinn í vígslunni var algerlega óaðfinnanlegur... Takk Yngvi og Erdna, Anna Siggan mín og svo Írisin mín og Karlott :) Takk fyrir að syngja og vá hvað þið gerðuð ykkar besta (ekki eins og ég hafi búist viðöðru) :)Takk allir... Svo daginn eftir tókum við upp pakkana og magnið af gjöfum... VÁ... Enda þurftum við að nota 3 bíla til að flytja það heim..

Fyndið að segja líka að við keyrðum ógift austur á föstudaginn og heim aftur gift á sunnudaginn!Gæjalegt að keyra austur fyrir fjall, gifta sig og keyra heim aftur 2 dögum síðar...

En nú er það New York.. Við erum á Hótel Pennsylvania, sem er alveg ágætis hótel og við erum á 16.hæð, með útsýni beint á Empire State.. Ég er alveg búin að missa mig í að taka myndir af háhýsum og vá þetta er alveg magnað að sjá þetta, og ævintýrið er rétt að byrja, kl hér er núna 12 mínútúr í 9 en 12 mínútur í 1 heima.. 4 klst munur.. Fyndið.. Erum að fara að hafa okkur til og ætlum að fara og finna okkur góðan morgunverðarstað og finna svo moll og fara að VERSLA get ekki sagt annað en að ég hlakka MIKIÐ til þess :) Ég pakkaði alveg eins lítið og ég mögulega gat og ætla að kaupa rest... Þarf að fata mig upp og ég hlakka svoooo til :)

Jæja tími til kominn að fara út í góða veðrið, og finna fyndnu útlandalyktina sem ég finn alltaf í útlöndum :)

Kveðja Eyglóin og Bjössinn minn biður að heilsa :) Hamingjusömustu hjón í heimi ;) ;)

P.s tókum þessa mynd áðan úr Empire State.... Á örugglega eftir að gleðja ykkur með fleiri skemmtilegum myndum... !!

5 comments:

Anonymous said...

Frábært að frétta af ykkur, dagurinn ykkar var meiriháttar og þið glæsileg. Skemmtið ykkur vel í brúðkaupsferðinni og ég hlakka mikið til að sjá myndirnar.
LOL mamman

Anonymous said...

Þetta var alveg frábær dagur og þið tvö alveg þvílikt flott. Það er ekkert smá gaman að sjá hamingjuna skína úr augum ykkar. Takk fyrir skemtilega helgi og góða skemmtun í ferðinni. Kv... Guðrún mágkona og co.

Íris said...

Takk fyrir okkur kærlega!! það var ekkert smá gaman að vera með ykkur á þessum fallega degi.
Njótið ferðarinnar í botn og keyptu eins mikið og þú getur Eygló ;)
Sjáumst eftir 2 vikur!

Íris said...

Geggjuð mynd ;)

Anonymous said...

Njótið þess í tætlur að vera svona í útlandinu.

Bestu kveðjur Kiddi Klettur