Thursday, June 28, 2007

Sól sól SKEIN á mig :)

Yndislegt veður búið að vera! Ég tróð mér í útiveru með krökkunum á leikskólanum í dag og uppskar þennan fallega verðandi brúna lit :) Æðislegt, svo var verið að setja sólarvörn á börnin og finnandi lyktina af Nivea sólarvörninni og að loka augunum gat ég alveg ímyndað mér að ég væri á Mallorca, svo gott var veðrið og sólin skein svo skært :) Æðislegt bara!

Mér líkar mjög vel á leikskólanum, mjög fínar konur og stelpur að vinna þar og ég er öll að koma til, margt sem þarf að læra þegar byrjað er að vinna við eitthvað svona alveg nýtt fyrir manni! En þetta er gaman! Engin kvöldvinna og frí allar helgar!! Love it!

Er nú ein heima en ég var í smá verslunarleiðangri með Örnu og Hrund og Bjössi er að spila á samkomu. Þyrfti að fara að pakka niður en við erum að fara á Fitina um helgina með stórfjölskyldunni, mömmu megin, komið að hinni árlegu fjölskylduútilegu! Verður svo haldið þar upp á afmælið hennar Daníu Rutar sem er að verða 5 ára sæta pæjan :)

Svona í lokin, ég heyrði þetta lag fyrst sumarið 2004 og ákvað strax að þegar ég gifti mig þá yrði þetta lag sungið! Fallegasta lag í heimi! Heitir "When God made you" með Natali Grant og Newsong :)

Bara verðið að hlusta:

http://www.youtube.com/watch?v=DyPgHjICcsU

Eyglóin sólbrúna ;) ;)

Sunday, June 24, 2007

24.júní 2006 :)

Nýtrúlofuð :)

Komið ár síðan við sátum í Lystigarðinum á Akureyri við fallegan gosbrunn og settum upp hringana :) Skríktum úr hamingju og erum enn hamingjusamari í dag :)

Gærdagurinn var undirlagður af bakstri og tiltekt, eigum von á nokkrum hingað heim í afmæliskaffi því Bjössi er nýbúinn að fylla árið! Mér finnst alveg einstaklega gaman að baka og er bara nokkuð góð í því þó ég segi sjálf frá ;)

Anna Sigga og Friðjón gistu hér í nótt, þau voru að koma heim frá Rhodos og vantaði gistingu og auðvitað var það auðsótt mál :) Mér finnst alltaf svo gaman að hitta þau enda með eindæmum skemmtileg bæði tvö :) Anna Sigga komin með sæta kúlu þetta yndi og ég hlakka mikið til að sjá krílið þeirra sem kemur í nóvember :)

Jæja ég ætla að fara að henda í tvo heita rétti ;) Langaði bara aðeins að skrifa í tilefni dagsins :)

Njótið lífsins - Það er Guðs gjöf :)

Friday, June 22, 2007

Bjössi 33 ára :)

Við hjónin :)
Bjössi minn á afmæli í dag, orðinn 33 ára :) Æðislega mikið til hamingju með daginn elskan mín :) Hlakka til að fara að veiða með þér með þér í sumar, með veiðistönginni sem þú fékkst í afmælisgjöf :)
Elska þig milljón mikið og MIKLU meira en það ;-*
Við eigum svo árs trúlofunarafmæli á sunnudaginn og þetta síðasta ár er búið að vera alveg æðislegt :) Búin að bralla ýmislegt, giftum okkur í október, fórum í æðislega brúðkaupsferð eins og næstum allir vita, keyptum okkur svo tjaldvagn um daginn sem við erum búin að vígja, erum líka búin að gera hér um bil allt í íbúðinni sem við ætlum að gera og gætum ekki verið ánægðari saman :) Yndis líf!
Eigið alveg frábæra helgi elsku vinir
Eyglóin yfir sig hamingjusama :)

Sunday, June 17, 2007

Til hamingju með daginn :)

17.júní :)
Ég fór með Bjössa niðrí miðbæ í dag og verð ég að segja að mér fannst það stórskemmtilegt. Veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég fór í bæinn á 17.júní :) Þegar við vorum að labba inn í Hljómskálagarðinn þá hugsaði ég með mér að ég hlyti að hitta Sirrý frænku, fannst það bara einhvern veginn!! Nema hvað, vorum búin að labba aðeins um og vorum að skoða fornbílana þegar ég kem auga á Sirrý með Guðjóni og yngstu 2 strákunum :) Alltaf gaman að hitta þau. Fengum okkur svo ís á leiðinni heim og svo eldaði ég alveg ekta gamaldags íslenskan mat í kvöldmatinn, bjúgur með uppstúf, kartöflum og grænum baunum.. Mmm rosalega gott!

Í gær var svona ættargrill í Skorradal en langafi minn, pabbi afa, hefði orðið 100 ára á þann 19. svo að það var öllum smalað saman og það var mjög skemmtilegt! Það var ekki mikill fyrirvari svo að ekki komust allir en ég hafði samt gaman af :)

Hittum svo 2 vinnufélaga Bjössa á tjaldsvæðinu í Skorradal og það er mjög skemmtilegur staður til að tjalda og mjög snyrtileg aðstaða þar :)

Keyrðum Hvalfjörðinn heim og þvílík fegurð, það munaði ekki nema 18 km að keyra heim, göngin eða fjörðinn og við völdum að keyra fjörðinn og sáum ekki eftir því, virkilega fallegt að keyra hann. fyrir utan þessi hræðilegu rafmagnslínumastur eða hvað þetta heitir, finnst þetta alltaf svo óhugnalegt!! Get lítið að því gert!

Eigið alveg frábæra vinnuviku framundan :)

BTW þessi bloggfærsla er nr 100 á þessu bloggi!!!!!!!!!

Thursday, June 14, 2007

Nokkur góð mismæli!

~Það er ekki hundur í hettunni~ (það er ekki hundrað í hættunni)
~Það er ljóst hver ríður rækjum hér~ (það er ljóst hver ræður ríkjum hér)
~Þetta er ekki upp í kött á nesi~ (..ekki upp í nös á ketti)
~Mér er nú ekkert að landbúnaði~
~Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis~
~Þessi peysa er mjög lauslát~
~Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi~
~Hann sló tvær flugur í sama höfuð~
~...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...~
~Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg framhjá mér..~
~Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm~ (*grenj* úr hlátri)
~Hann sat bara eftir með súrt eplið~
~Og nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna~
~Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég að setjast~
~Þar stóð hundurinn í kúnni..~ (þar lá hundurinn grafinn.. Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
~Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra~
~Svo handflettir maður rjúpurnar~
Já, fólk núorðið er svo loðið milli lappanna~ (loðið um lófana)
Bahahahahahahahahahahah!!!

Tuesday, June 12, 2007

Wisteria Lane

Kominn tími til að blogga er það ekki bara??

Ég er búin að vera inni síðustu 3 daga vegna veikinda, huundleiðinlegt! Fékk þessa risahálsbólgu og höfuðverk, beinverki og hita! Skemmtilegt? Hehe.. Ég hef reyndar haft það eins gott og mögulegt er, Bjössi er búinn að dekra mig út í eitt og sjá svo vel um mig, hann þurfti nokkrum sinnum að styðja mig því mig svimaði svo, EN ég er öll að koma til, verð heima á morgun og svo í vinnu á fimmtudaginn, ömurlegt að vera nýbyrjuð í nýrri vinnu og veikjast svona, en lítið við því hægt að gera!

Við fórum austur til pabba og mömmu á laugardaginn, okkur finnst það báðum rosalega kósý og notalegt að koma þangað :) Eyddum deginum þar og keyrðum ekki heim fyrr en rétt eftir miðnætti! Mamma bakaði pönnsur í kaffinu og mmm hún er alger snillingur í því :) Svo um kvöldmatarleytið þá bjó mamma til pizzur með smá hjálp okkar systranna við að setja sósuna á og strá ostinum yfir :) ég verð að segja að ég smakkaði bestu pizzu sem ég hef á ævinni minni smakkað þá um kvöldið!! Mamma gerði svooooo ótrúlega góða sjávarréttapizzu með rækjum, þistilhjörtum og marineruðum hvítlauk og einhverju fleiru góðu :) Jammí sko, hún var svooo góð :) Takk fyrir mig milljón x! Seinna um kvöldið töltum við Bjössi og Arna og Hrund út á Shell og keyptum shake handa okkur öllum og pabba og mömmu, sátum svo útá palli undir svona verandarhitara og spjölluðum um allt og ekkert og æfðum tungu-listir, hver gat snúið sinni og snert nefið með tungunni :) Hehe, skemmtum okkur stórvel :)

Ég er búin að vera að horfa á Desperate Housewifes seríu númer 1 og kláraði hana á 3 dögum :) Svo fæ ég seríu 2 hjá mömmu á morgun og ég get ekki beðið eftir að horfa á fleiri þætti!! Ekkert smávegis skemmtilegir og spennandi þættir, hafði aldrei séð einn einasta þátt fyrr!

Jæja hætt að blaðra hér, orðið alltof langt!

Hafið það stórgott vinir ;)

Eyglóin

~Wisteria Lane~
oh, get ekki beðið!!!!!!!

Wednesday, June 06, 2007

Litli dúlli :)

Erling Elí sefur vært í vöggunni sinni :) Algjört bjútí ;)

Íris stolta mamma með litla sæta prinsinn :)

Fórum í smá heimsókn til Írisar og Karlotts, alltaf svo gaman að hitta þau :) Ég og Íris horfðum saman á Americas Next Top Model ;) Skemmtilegur þáttur, allavega skemmtum við okkur vel :)

Jæja langaði bara að henda inn þessum sætu myndum :)

Ykkar Eygló

Monday, June 04, 2007

Erling Elí Karlottsson :)

Íris og Karlott með Erling Elí og Petru Rut :)

Ég eignaðist minn fyrsta systurson í gær kl 17:52 :)

Ég æpti næstum úr gleði þegar Íris hringdi í mig og tilkynnti mér að prinsinn væri kominn í heiminn :) hún plataði mig nú fyrst með því að segja mér að hún hefði verið send heim af fæðingardeildinni! En svo var hún bara að grínast þessi elska og og leiðrétti djókið!! Gleði gleði :) 10. afkomandi pabba og mömmu og fyrsti strákurinn sem er nú frétt til næsta bæjar! Hann fékk nafnið Erling Elí og verð ég að segja að það kom mér ekki mikið á óvart því ég hafði giskað á að pabbi fengi nafna en gat auðvitað ekki verið viss :) Æðislegt nafn og gaman fyrir pabba að fá nafna :) Erling Elí var 17 merkur og 54 cm, mér fannst hann samt ekki svona stór heldur agnarsmár :) Og svoo fallegur og yndislegur! AhhPabbi og mamma stolt með nýjasta barnabarnið og Petru Rut :)

Íris, Karlott, Petra Rut og Katrín Tara :

Æðislega mikið til hamingju með gullfallega Erling Elí :)

Bestu kveðjur Eygló :):)