Thursday, May 31, 2007

Sorglegt :(

Augu mín fylltust tárum þegar ég las í gær að Ásta Lovísa væri látin!
Hún hafði barist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm, krabbameinið, en látið í minni pokann. Hún kenndi manni alveg rosalega margt, hún var alltaf svo jákvæð á blogginu sínu og fékk mann til að meta lífið enn meira, maður er alltof mikið að kvarta yfir smámunum en maður á að njóta hvers dags sem Guð gefur okkur, því að við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér! Hún greindist víst bara síðasta sumar svo að þetta er ekki lengi að gerast! Þrítug, falleg, ung kona í blóma lífsins, við getum ekki skilið þetta! Ég þekkti hana ekki neitt en hafði fylgst með blogginu hennar í smá tíma og baráttuviljinn var aðdáunarverður!

Ég samhryggist öllum aðstandendum og bið Guð að vera með ykkur.

Kveðja Eygló Erlingsdóttir

Monday, May 28, 2007

Fyrsta útilega sumarsins :)


Komin á Fitina :) Vorum komin þangað um 20 á föstudagskvöldið, vorum alveg himinsæl með nýja tjaldvagninn okkar og svoo spennt að fara að tjalda honum! Það tókst nú alveg svona vel hjá okkur, enda er þetta Camp-Let og þeir eru auðveldastir í uppsetningu :) Jiminn ég sveif á bleiku skýi þegar við höfðum tjaldað honum, útilegulyktin alveg himnesk og allt svo fullkomið! Væmið, ég veit. Hehe!

Ég við tjaldvaginn :) Hrikalega ánægð með hann!


Bjössi að grilla :) já það var smá kalt ;)

Þetta var alveg einstaklega skemmtileg útilega! Við höfðum það bara kósý og spiluðum rommí, spiluðum yatzy og fórum í göngutúra um Föðurland :) Rosalega skemmtilegt að labba þarna um og hjá tjörninni sem pabbi gerði um árið!


Tjörnin :) og það er brú yfir til að fara á eyna inn í tjörninni :)

Á sunnudeginum komu svo allir úr fjölskyldunni minni á Fitina og það var stórskemmtilegt! Spjölluðum um allt og ekkert, fórum í labbitúr til að kíkja á hreiður sem pabbi hafði fundið, grilluðum og nutum félagskaps hvors annars!


Mamma og Hrund í tjaldvagninum :)


Pabbi með Petru Rut og Daníu Rut á leið að skoða hreiðrið :)


Sæææætar ;)

Skemmtileg helgi að baki, við ætlum að vera alveg hrikalega dugleg að ferðast í sumar :) Erum bæði í fríi allar helgar í sumar svo að það er lítið mál að versla í matinn og hendast af stað, love it!! ekkert smá skemmtilegt!

Ég ætla að láta þetta nægja, svona hálfgert myndablogg hjá mér en það er bara flott!

Njótið vel :)

Eygló

Thursday, May 24, 2007

Arna...

...kemur heim í kvöld :) Fjúff... hefði aldrei trúað því hvað það er mikil vinna að vera með 3 börn! En fyrr má nú vera sko! Búin að vera með stelpurnar hennar Örnu síðan á mánudaginn og er alveg uppgefin, verð ég að játa, á auðvitað ekki börn sjálf og vön að hafa nægan tíma til að gera allt sem ég þarf og langar til! Ég veit að nú brosa allar mæður út í eitt og skilja alveg hvað ég er að fara :) Ég er allavega búin að fá smá forsmekk af því hvernig er að eiga börn! Hehe!!


Þannig að ég hlakka til að fá Örnu heim á margan hátt, verður alveg æðislegt að sjá hana og allt sem hún hefur verslað og skoða myndir og svona ;) og svo sé ég orðið rúmið mitt alveg í hyllingum! Munar um 120 cm eða 193!!!! Þannig að það verður fínt að vera búin að passa! Búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmtilegt í senn! Hehe


Er búin að reyna að setja inn myndir hér með en það tekst ekki hjá mér. Hrmpf... Ég þoli þetta ekki!!!


Jæja ég ætla að fara og finna e-ð skemmtilegt f stelpurnar að gera, svo er pizzupartý í kvöld með þeim, síðasta kvöldið sem við pössum þær..


Hafið það gott :)

Tuesday, May 22, 2007

1.árs :)

Jújú mikið rétt, við Bjössi áttum eins árs afmæli í gær :) Hehe, búin að vera gift í 7&1/2 mánuð og saman í 1 ár :) Snilldin ein! Minn maður mætti heim í hádeginu með 3 rauðar rósir og það vita allir hvað þær þýða ;) Svo sætt af honum, ég var ekki einu sinni viss um að hann myndi muna daginn en ekkert smá gaman að hann mundi eftir því :)

En ég er alveg rosalega mikið upptekin þessa dagana og verð það fram á fimmtudagskvöld, já ég er að passa fyrir Örnu dætur hennar 3, verð nú alveg að viðurkenna að ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hvað það er mikil vinna að vera með 3 börn! Fjúff segi ég nú bara, vakna kl 7 til að klæða, skipta á bleyju, klæða í útiföt og greiða hár, festa þær allar í bílinn og fara með þær á leikskólann, og svo sækja þær og hafa ofan af fyrir þeim, hehe, nú hlæja allar mæður og finnst þetta ekkert mál, en maður venst þessu örugglega betur svona hægt og rólega heldur en svona allt í einu!! En þetta er ekkert annað en ágætis æfing ;) Arna er í Danmörku með pabba, mömmu og Hrund og þau eru búin að eiga alveg frábæra ferð, ég samgleðst þeim líka alveg í klessu að vera þarna úti :) Verður gaman að fá þau heim og skoða það sem þau kaupa og skoða líka myndir og svona:)

Jæja :) Guðrún og Jói og börn komu til okkar í mat á sunnudaginn og það var mjög gaman að fá þau í heimsókn, við Bjössi ætlum svo að passa aðeins fyrir þau á föstudaginn og fara svo í útileguna sem ég tel dagana niður í ;) 3 dagar, get varla beðið, svo er Bjössi búinn að fá frí í vinnunni á föstudaginn svo að við getum örugglega farið seinni partinn :) Hlakka alveg brjálað til!!!

Er hætt í bili! Þórey Erla er alveg óð að reyna að komast í tölvuna..

Gullkorn gærdagsins : Ég var að segja stelpunum að Bjössi myndi koma á eftir (vorum heima hjá Örnu) þá heyrist í Söru Ísold: "ég elska Bjössa - minn" :) hann er vinur minn kom svo á eftir!

Svo áðan voru stelpurnar aðeins að rífast í bílnum og ég segi þeim að hætta annars verði Eygló frænka bara reið, þá heyrðist í Daníu Rut, neeh, Eygló get ekki verið reið!! ýkt sætt!

Hætt í bili!

Ykkar Eygló :) barnapía, tjaldvagnaeigandi og fleira ;)

Saturday, May 19, 2007

Kósý dagur :)

Dagurinn í dag var bara þægilegur :) Við dröttuðumst á lappir um hálf 11 og ég fór í búðina og keypti "brunch" handa okkur, geggjað notalegt! Fórum svo í smá bæjarleiðangur og keyptum til dæmis ramma fyrir brúðarmyndina okkar! Vorum að panta myndina sem var innifalin í myndatökunni og pöntuðum eina aðra auka til að hafa inn í svefnherberginu :) Kemur ekkert smá vel út :)

Grilluðum okkur svo lambakjöt í kvöld og höfðum það kósý, skelltum okkur svo í Húsasmiðjuna en við erum að mála baðherbergið og skipta út rörahandklæðastatífunum og því öllu, frekar ljótt það sem var og við völdum líka voða ljósan en fallegan lit á baðið. Þetta verður svooo flott þegar við verðum búin!

Bleh, hef lítið meira að segja, þetta var svo sem ekki merkilegt en samt svona pínu fréttz!!

Svo er bara fyrsta útilegan eftir 6 daga!! Ætlum að fara og vígja tjaldvagninn næstu helgi og ég hlakka SVOOOO til að fara að gera hann kósý og raða inní hann öllu útilegudótinu sem við eigum!

Eigið æðislegan sunnudag á morgun elskurnar :)

Eyglóin

Sunday, May 13, 2007

Íííííhhhaaaaaaaaaaaaaa ;)


Skemmtileg helgi að baki :)


Í gær var nú bara kósý dagur, Bjössi keypti gasgrill á föstudaginn, alveg hrikalega flott og auðvitað keypti hann St.Erling grill eða STERLING.. Bara til að heiðra tengdapabba! Hehe


Við vígðum grillið í hádeginu með því að grilla okkur pulsur! (skrifa bara pulsur til að gleðja Akureyringa) þrifum svo aðeins íbúðina en við áttum von á fullu húsi af matargestum :) eða allavega hálfu húsi! Nýja borðstofusettið okkar, sem við erum nýbúin að kaupa, frá 1971 og svoo flott, úr tekki, nýttist vel, Gústi og Anna Valdís komu ásamt Rebekku Rós og svo kom Arna með sínar dætur og Hrund :) Við grilluðum og skemmtum okkur svo konunglega yfir Eurovision :) verð nú samt að segja að ég held að Malta hafi mjög spes tónlistarsmekk þar sem þeir gáfu Englandi 12 stig!! Ég var sannfærð að þeir færu stigalausir úr keppninni en svo fór ekki alveg! Var annars bara ánægð með lagið sem vann, fannst það flott :) Hrund var ekki á sama máli og vildi heitt að Úkraína ynni.. Hehe


Ég líka kaus í fyrsta skipti á ævinni í gær.. hehe, það er örugglega ekki til ópólitískari manneskja á Íslandi!!! Hef bara engan áhuga á pólitík!! Lái mér hver sem vill! múahahaha


Skruppum austur í dag og keyptum okkur eitt stykki tjaldvagn :) :) :) :) :) :) :) :) Gleði gleði gleði! Þetta er Comp Let vagn frá 1988, vel með farinn og sætur, ætlum að fara í fyrstu útileguna um hvítasunnuhelgina og prófa herlegheitin! Jiminn hvað ég er hamingjusöm með þetta allt saman! Búið að langa í tjaldvagn lengi!!!! Svo að gleði mín er mikil, enda fátt skemmtilegra en að fara í útilegur og ferðast um landið okkar fagra ;) fórum auðvitað líka til pabba og mömmu en það er alltaf svo gott að koma þangað ;) Alltaf svo vel tekið á móti manni! Lov it!


Vorum svo að enda helgina á að grilla hamborgara og Hrund er hjá okkur og ætlar að gista, enda próf í gangi.. Jæja ætla að fara að hætta þessu blaðri!




Eygló tjaldvagnaeigandi með meiru ;)

Sunday, May 06, 2007

*Aaaahh*

Ég er SVO hamingjusöm :)

Eigið góða viku framundan elskurnar...

Ykkar Eygló

Wednesday, May 02, 2007

Grasekkja!!

Kominn tími á smávegis blogg, er það ekki bara???

Helgin var alveg stórfín.. Á laugardaginn fór ég með Örnu á vorhátíð á leikskólann þeirra Daníu Rutar og Söru Ísoldar, það var mjög gaman að skoða verkin þeirra og þær svo glaðar að fá að sýna okkur allt :) fórum í bakarí eftir hátíðina og bauð svo Örnu og dætrum í heimsókn. Ekkert smá skemmtilegt, það teygðist nú aðeins úr heimsókninni, Bjössi fór að keyra kl 13 svo að við Arna ákváðum að fara út á róló með Daníu Rut og Söru Ísold og láta Þórey Erlu sofa í vagninum á meðan, það var stórskemmtilegt, og kallaði fram margar minningar, eins og t.d þegar við Arna strukum af róló og sögðum mömmu að honum hefði skyndilega verið lokað.. hehe, við komumst nú ekki upp með það! Um kvöldið höfðum við hjónin það svo kósý og leigðum okkur hina stórgóðu DÉJAVU :) Brjálað góð sko :)

Á sunnudeginum var okkur öllum systrunum og okkar fólki og svo afa og ömmu boðið í mat til pabba og mömmu :) Það var æðislegt, og svoo skemmtilegur félagsskapur! Fengum líka rosalega góðan mat, ekki það að það komi neinum á óvart, en pabbi grillaði svínakjöt og pylsur, og mamma eldaði kjúkling og meððí :) Mmmm

Bjössi fór svo á sjóinn á mánudaginn, það kom fljótt til, en hann verður í viku sem er ekkert svo langur tími, en samt sakna ég hans mikið :) Verður bara ennþá skemmtilegra að hitta gullið mitt á mánudaginn næsta! Verst er að hann er ekki í símasambandi og hef ég því ekkert heyrt í honum síðan á mánudag... Vona bara að hann hafi það rosalega gott!

Það var mæðrablessun fyrir Írisi sætu á mánudagskvöldinu.. Það komu 15 konur, og svo var ég nú á staðnum (skrýtið, þetta var haldið heima hjá mér) svo að við vorum 16.. Skemmtilegt kvöld og Íris fékk fullt af pökkum, flestir með bláu í svo að það er eins gott að það verði strákur! Sem það er næstum pottþétt :)

Tengdamamma kom suður til mín í gær, erindið var að fara til augnlæknis. Við erum búnar að bralla ýmislegt saman og hafa það gott, hún er útskrifuð frá augnlækninum sem eru alveg frábærar fréttir fyrir hana :) og okkur auðvitað!

Well... Ég er ótrúlega sybbin enda búin að vera á þvilíku flandri í dag!
Segi því góða nótt og njótið lífsins :)

Ykkar Eygló

P.s gerði eitt GEÐVEIKT í dag sem ég segi frá seinna!! Hehehehehehehe