Monday, July 30, 2007

Home sweet home!

Eins og það er nú gaman og æðislegt að ferðast þá er alltaf besti parturinn að koma heim :)

Við keyrðum frá Akureyri um kl 18 í gær og vorum komin í bæinn rétt yfir 23.. Lengur að keyra með tjaldvaginn aftan í.

Á sunnudaginn fórum við útá Dalvík og heimsóttum afa og ömmu hans Bjössa og mikið var það gaman, amma hans talaði mikið um hvað henni þótti vænt um að við kíktum og var gaman að heyra það, enda er það svona fastur punktur að heimsækja þau þegar við förum norður, allavega stefnan :) Þau voru hin hressustu og stoppuðum við hjá þeim í góðan hálftíma.

Ragnheiður og Beyji (Björn) afi og amma Bjössa :)

Bjössi niðrá bryggju, ef þið sjáið bátinn við hægri hönd Bjössa þá er það Særún bátur afa hans. Þeir fóru oft á þessum bát að veiða þegar Bjössi var lítill :) Gaman að skoða þetta allt saman :)


Norðlensk fegurð :) Tekið rétt fyrir utan Dalvík

Hittumst svo seinni partinn heima hjá Guðrúnu og Jóa og þar kom Gummi og Áslaug tengdamamma og drukkum við kaffi þar saman (ekki bókstaflega samt) eða átum kaffitímann.. Hehe...

Já það var gott og notalega að koma heim.. Ætlum að fara í Baggalútafjöruna í þessari viku, annars er bara að þvo þvott og skella sér svo á Kotmótið sem verður eflaust snilld. Við ætlum að gista á landinu hjá pabba og mömmu, einkar þægilegt og svo kostar það ekki neitt :) Hlakka til!

Svo bíður mín fuuullt af dóti til að sortera eftir háaloftsferðina miklu um daginn, en það verður bara gaman að finna gamalt dót, fann t.d eina bók sem mig langaði alltaf svo mikið til að finna, hún heitir Dísa í Dunhaga og ég veit ekki hvað ég las þessa bók oft, allavega mjöög oft, var uppáhaldsbókin mín og ég var svoo glöð að finna hana! Ýmsir gullmolar sem finnast þegar maður fer að gramsa í gamla dótinu sínu :)

Hafið það ofsa gott og knús á ykkur öll :)

Eygló - komin heim

Saturday, July 28, 2007

Til hamingju Helga Maren mín og Ögmundur :)

Helga Maren mín gullfalleg ásamt eiginmanni sínum Ögmundi :)





Þau nýbúin að fá yfir sig frjósemisduftið ;) (hrísgrjónin)

Verið að fjarlægja sokkabandið - no hands allowed :)


Varð að setja þessa inn líka af yndis syni þeirra sem sofnaði í athöfninni :)

Æðislegur dagur og takk fyrir okkur... Og enn og aftur TIL HAMINGJU!!!!!

Eyglóin

Friday, July 27, 2007

Flottastur!!!

Flottastur ~ algjörlega :) Bjössi fór í veiðiferð í dag með pabba sínum og komu þeir heim með 8 flotta fiska :) Rosa flotta!!

Partur af aflanum :) Bjössi minn veiddi þenna stærsta ;) Ein svaka stolt sko!!

Þeir fóru að veiða í Fnjóská og tóku allan daginn í þetta :) Ekkert smá gott hjá þeim að drífa sig og hafa gaman svona saman!

Svona rétt í lokin ætla ég að setja inn myndina af þegar ég datt um risastein í Ásbyrgi, skipaði Bjössa að taka mynd og varð síðan brjáluð að hann væri ekki að hjálpa mér.. Fannst hann aðeins og lengi að taka myndina! Ógeðslega klikkuð!! Tek það fram að þetta er alvöru sársaukasvipur!! Gat varla staðið upp eftir byltuna.. Mér lá svo á að taka fallega útsýnismynd og labbaði aftur á bak beint á steininn með fyrrgreindum afleiðingum! Já lífið er skondið OG skemmtilegt :)

Njótið myndarinnar :)

*ÁI*

Eygló hrakfallabálkur ~á fullu að njóta lífsins~

Thursday, July 26, 2007

*Blá blóm ~ gul * ......

.....Sagði minn kæri maður þegar við vorum að labba í Ásbyrgi í gær og sáum þessi blóm.. Ekki bláklukka (held þetta sé bláklukka) og sóley ;) Ótrúlega krúttleg athugasemd um blómin :)

Við lögðum af stað í ferðalag á laugardag! Fyrsta stopp var í Svignaskarði þar sem við vorum í sumarbústað hjá Guðrúnu og Jóa og vorum þar fram á mánudag.. Ég prjónaði helling þar og kláraði hér um bil lopapeysuna sem ég var að prjóna, Bjössi og Jói fóru í golf á sunnuDEGINUM enda fór næstum allur dagurinn í það ;) Eða 6 og 1/2 klst.. En gott að þeir skemmtu sér vel! Við Guðrún fórum með krakkana og gáfum hestunum og það var rosalega skemmtilegt.. Flottir hestar svo framarlega sem þeir voru ekki að geispa mikið.. Ekki voða girnilegt að sjá upp í þá! Hehe

Keyrðum á mánudeginum norður á Akureyri og gistum heima hjá tengdapabba eina nótt, þáðum roosa góðan plokkfisk þar um kvöldið sem var mjöög góður :) Kíktum á Helgu Maren og Ögmund um kvöldið og var alveg rosalega skemmtilegt að hitta þau loksins... Gaman gaman

Á þriðjudaginn keyrðum við svo í Ásbyrgi og ætlunin var að útilegast smá :) Keyrðum gegnum Húsavík (auðvitað) og mikið rosalega er það fallegur bær :) Komum um kvöldmatarleytið í Ásbyrgi og sólin skein :) Grilluðum okkur hammara og höfðum það bara kósý og fórum snemma að sofa enda bæði e-ð voða lúin.. Daginn eftir eða í gær fórum við svo að skoða Hljóðakletta og þvílík náttúrufegurð! Ég hef aldrei farið þangað áður og skil ég ekkert í því!!! læt fylgja hér með nokkar myndir sem við tókum þar....Gríðarleg fegurð!!!Flott hvernig þetta raðast allt saman....

Bjössi við einhvern klettinnÉg að pósa ~ hehe

~Kirkjan ~

Hrikalega flott allt saman!! Hittum í þessari göngu Júlíönu fænku og Gumma mann hennar, fyndið að hittast á svona stað.. En gaman samt. Fórum svo um kvöldið inn í botn í Ásbygi og það er alveg efni í annað blogg og fær það að bíða betri tíma :) Búið að vera alveg meiriháttar skemmtilegt hjá okkur og verður það alveg pottétt áfram :) Förum í brúðkaupið til Helgu Maren og Ögmundi á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til þess :)

Jæja hafið það rosalega gott og eigið góða helgi.. Planið er að koma heim á mánudaginn.

Bestu kveðjur frjá norðurlandinu :) Eygló, og Bjössi biður líka að heilsa.....

Wednesday, July 18, 2007

Prjónaskapur og fuglaskítur!!

Yndislegt að vera í sumarfríi :) Við fórum í gær austur á Fit og gistum þar í nótt í tjaldvagninum okkar, ekkert smá kósý að vera þarna! Sólin skein aðeins í dag en vegna frjókornaofnæmis var ég mest inni, ég á tíma hjá lækni á morgun og fæ þá örugglega ofnæmislyf, alveg ómögulegt að vera svona! ! Ég sat inní tjaldvagni í dag og heyri svona hálfgerð bank í tjaldið, ofarlega, ég hélt að Bjössi væri nú eitthvað að stríða mér en nei nei, viti menn, dritaði bara ekki einhver ljótur fugl á tjaldvagninn minn flotta!! Oj bara, berjaskítur og þar með dökkfjólublár, ekki alveg það auðveldasta til að ná úr!!! En það má reyna með súper-10 ;)

Við komum svo í bæinn seinni partinn því að við vorum að fara að hitta familíuna mína í Hamrabergi og tæma háaloftið!!! Jeminn eini sko!!! Það tók nokkra klukkutíma BARA að tæma það og svo vorum við sortera og upplifa nostalgíuköst í beinni ;) Ég tók eitt svona kast og það var mikið hlegið!! Var þá að finna bansgsa sem ég hélt að væri lööngui glataður! Fann margt sem ég hélt að ég sæi aldrei aftur og var það mjööög skemmtilegt! Fann líka helling af handavinnu sem ég hafði byrjað á en ekki klárað, sumt mjög flott :) Spurning að klára það bara??

Ætlunin er að fara aftur austur á morgun, þegar ég hef fengið ofnæmislyf í hönd, og njóta lífsins fyrir austan :) Það er alveg einstaklega fallegt þarna og notalegt að vera, að ég tali nú ekki um eftir að pabbi og mamma komu sér upp kofa þar og klósetthúsi, við vorum svo sem ekki mikið þarna fyrir þann tíma að gista. Notó.is

Svo er ég byrjuð að prjóna lopapeysu :) mikið hrikalega er það skemmtilegt, ég var ALLTAF að prjóna hérna í denn en núna aldrei, svo er Arna að prjóna sér lopavesti og ég varð alveg sjúk í að fara að prjóna líka, peysan átti að vera á Bjössa en ég prjóna svo þétt og fast að hún mun ekki passa, en þá er þetta bara svona æfingapeysa, og prjóna svo aðra á elskuna mína ;)

Gaman gaman :) Við erum s.s að njóta þess í botn að vera í fríi, að gera það sem okkur langar til, þegar okkur langar til þess :)

Jæja ég er farin að prjóna.....

Eygló í nostalgíufíling ;)

Friday, July 13, 2007

*Garg*

Komin í sumarfrí :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)

Thursday, July 12, 2007

1 dagur til stefnu :) :)

Ég er aaaalveg að fara í sumarfrí! Vinn daginn á morgun, og er svo komin í 3ja vikna frí :)

Er búin að vera að drepast í hálsinum í viku, fór uppá læknavakt á laugardagskvöldið þar sem ég var ekki bara að drepast í hálsinum heldur tungunni líka, aldrei verið svona illt í tungunni! Veirusýking og ekkert hægt að gera.. Oh, bömmer sko. Eitt það versta sem ég veit er að fá slæma hálsbólgu og þessi var slæm.. Ég var heima mánudag til miðvikudags og drattaðist loksins í vinnunna í morgun, ennþá hálf slöpp þá.. En ég er öll samt að koma til....

Fórum áðan systurnar saman í Kringluna, löngu ákveðið :) Next útsalan byrjaði í dag og Íris sló öll sölumet, ég hjálpaði henni nú að velja smá og djókaði með það að ég væri á prósentum hjá Next og fengi borgað eftir því hvað hún keypti mikið! Haha.. Ýkt skemmtilegt að fara svona saman systurnar, eða það fannst mér sko! Keyptum okkur svo ís saman og það var nú ekki leiðinlegt ;)

Við Bjössi erum að fara með vinnunni hans Bjössa til Madrid eftir 3 mánuði í dag :) Förum 11.okt og komum heim 15.okt :) Ég hlakka alveg brjálæðislega mikið til og það verður pottþétt alveg rosalega skemmtilegt! Fyndið líka að fljúga út 11.okt því að við flugum út í brúðkaupsferðina okkar 9.okkar árinu áður! Hehe..

Jæja ég ætla að hætta þessu pári í bili :)

Njótið lífsins - það er svo sannarlega Guðs gjöf til okkar

Eygló sem er aalveg að fara í sumarfrí!!!!!!!

Friday, July 06, 2007

Ég bara trúi þessu ekki!!

Það var sem í gær sem ég labbaði út úr vinnunni og bauð góða helgi!! Það getur varla verið að það sé kominn aftur föstudagur og komið að því að aftur að bjóða góða helgi!!!! Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur!!!

Ég er búin að vera voða asnaleg þessa viku, og fékk hita í gær ofan í allt kvefið. Er nú að drepast í hálsinum líka og tungunni! Veit ekki hvað er í gangi!!

Pleh veit ekkert hvað ég ætti að segja ykkur!

5 vinnudagar eftir og þá er komið að 3ja vikna sumarfríi!!! Æði

Farið vel með ykkur og farið varlega um helgina :)

Eyglóin næstum því lasna... Hrmpf

Monday, July 02, 2007

35 stiga hiti á svölunum mínum :)

Með eindæmum veðurblíðan sem hefur herjað á okkur síðustu daga :) Vona að þetta haldist sem lengst!! Við förum í sumarfrí eftir 2 vikur eða 13.júlí í 3 vikur og mikið hlakka ég til!!! Við ætlum að keyra bara e-ð um fallega landið okkar og njóta hvers dags til hins ítrasta! Verðum fyrir norðan á Akureyri í endan á júlí, Helga Maren og Ögmundur eru að fara að gifta sig og ég hlakka mjög svo til að sjá hana Helgu Maren mína ganga inn kirkjugólfið í fullum skrúða! Verður bara æðislegt! Við ætlum líka að heimsækja Guðrúnu og Jóa en þau verða í Svignaskarði í viku í júlí og við ætlum að fara þangað og eyða tíma með þeim og það verður líka mjöög gaman. Sumarfríið okkar verður alveg frábært :)

En helgin var líka alveg æðisleg! (allt rosa æðislegt ;) ) Það var fjölskylduútilega á Fitinni um helgina og voru nokkrir sem komu og gistu en svo komu næstum allir á laugardeginum nema Sirrý og Guðjón og þeirra var saknað! Það var alveg rosalega skemmtilegt að hittast svona öll og eyða tíma saman :)

Bjössi og pabbi að grilla :)

Ég, Hrund og Arna :)

Karlott, mamma og pabbi í heimsókn í tjaldvagninum okkar :)

"Ég er fegurðardrotting"

Hrund var eiginlega sigurverari í grettukeppni kvöldsins ;)


Íris með Erling Elí sæta :)3 kynslóðir, Hrund, mamma og amma :) Gellur allar sem ein


Snilldar helgi, fengum ekki mikla sól en það var samt alveg massa skemmtilegt!! Eigið alveg frábæra viku framundan :)

Eyglóin sólbrúna :)