Monday, October 20, 2008
Erla Rakel Björnsdóttir....
Tuesday, September 09, 2008
:)
Ég er orðin alveg svakalega löt að blogga en ég er alltaf að skrifa inn á barnalandssíðuna, nóg um að vera þar svo að ef einhver er forvitinn um hvað ég er að brasa eða e-ð þá bara skoða þar :)
Annars gengur meðgangan vel og ég er gengin 37 vikur og 3 daga í dag og farið að styttast mjög í litla gullið :) Við erum svakalega spennt og allt er líka að verða tilbúið :)
Njótið lífsins kæru lesendur (Íris mín, þú tekur þetta til þín)
Eyglóin síblómstrandi :):)
Monday, July 21, 2008
MJÖG skemmtileg helgi að baki :)
Karlott og Bjössi!!
Við nutum helgarinnar alveg í botn og það er svo notalegt að koma þarna á landið þeirra pabba og mömmu :) Við njótum þeirra forréttinda að fá að nota þennan æðislega stað með þeim og er það alveg æðislegt! Virkilega æðislegt :)
Á sunnudeginum var ekki alveg eins mikil sól svo að við ákváðum að pakka um 1 leytið og kíkja inní Þorsteinslund.. Fallegt að skoða þar og hér koma nokkrar myndir þaðan :)
Ég að stelast í bláberin áður en við lögðum í hann...Sjálfsmynd.. Að deyja úr frjókornaofnæmi :$
Hvar er Íris???? Hehe....
Á leiðinni heim stoppuðum við hjá pabba og mömmu - það er ekki annað hægt! Tilheyrir að kíkja á þau á leiðinni heim :) Þar var auðvitað vel tekið á móti okkur öllum, borðuðum saman og lokuðum helginni þannig :) Fullkomið :)
Langar að enda á að óska henni Theu og fjölskyldu innilega til hamingju með gullfallega Theodór Ísak sem fæddist á laugardagsmorguninn :) Það var svo fyndið að ég vaknaði við gleðiöskur í Örnu þann morgun og ég alveg um leið og ég heyrði það " Thea er greinilega búin að eiga" hehe.. Arna alltaf með jafn skemmtileg viðbrögð :)
En jæja ég held ég láti þetta gott heita í bili.. Krílið hefur það alveg meiriháttar gott og það er aldeilis farið að styttast í komu þessu :) En við bíðum bara róleg og þolinmóð :)
Þar til næst.. Eyglóin
Monday, June 30, 2008
Vinnuhelgi :)
Var alveg hrikalega gaman að vera svona öll saman, bara eins og venjulega þegar við hittumst! Hehe :) Helgin gekk vel og rólurnar slógu alveg í gegn hjá Petru Rut og Katrínu Töru, en stelpurnar hennar Örnu voru hjá pabba sínum.. Þetta kemur mjög vel út og verður skemmtilegt leiksvæði þegar allt verður komið sem á að koma.. Bjössi smíðaði svo hálfan sandkassa en pabbi kláraði svo þegar við fórum heim :) Ég gat ekki mikið hjálpað að mér fannst, ég var með svo mikið frjókornaofnæmi og þurfti mikið að vera inni.. Ég gat þó aðeins hjálpað til! Ég hringdi í lækni í dag og fékk ofnæmistöflur sem má taka á meðgöngu, hinar sem ég á má nefnilega ekki taka óléttur og ég geri það að sjálfsögðu ekki!!!
En ég fór svo aftur að vinna í dag, var búin að vera í sumarfríi frá og með 20.júní og dagurinn var svona frekar strembinn, það er svo rosalega loftlaust í vinnunni að mig svimaði og flökraði þar inni í dag og verð örugglega þannig áfram.. Ég hlýt að meika samt þessar næstu 2 vikur en þá lokar leikskólinn í 3 vikur :) Verður það næs eða hvað??? ;);)
Næst á dagskrá er ættarmót næstu helgi en það er í ættinni hjá Bjössa, pabba hans megin :) Það verður eflaust skemmtilegt og gaman, það verður nálægt Hvammstanga og við förum að sjálfsögðu með tjaldvagninn okkar æðislega :)
Jæja mig langaði bara rétt að henda inn nokkrum línum, ég tók eiginlega engar myndir um helgina svo að það verða engar myndir að þessu sinni!
Kveðja Eygló ofnæmispési
Thursday, June 26, 2008
Sumarbústaðarferð :)
Það voru sem sagt pabbi og mamma, og svo við systurnar og makar og börn! Svo æðislegt að vera svona saman fjölskyldan og njóta þess að vera saman! Á föstudagskvöldinu fóru kallarnir að veiða og við stelpurnar í pottinn og við fengum meira að segja þjónustu í pottinn.. Fengum s.s. rosa flottan og góðan sumardrykk í fallegum glösum í pottinn og mikið var það notalegt!
Allar að gera stút á munninn :)
Sætar mæðgur!
Notalegheit! Við mamma sætar saman :)
Pabbi og mamma með öll barnabörnin! Svo sannarlega rík!!!
Við fórum svo öll í rosalega skemmtilega ferð á sunnudeginum, keyrðum á Gullfoss og Geysi og það var ekkert smá skemmtilegt að sjá Strokk gjósa.. Löbbuðum upp að hverunum og horfðum nokkrum sinnum á Strokk gjósa! Mjög flott.. Keyrðum svo að Gullfossi og það var líka flott en líka pínu skerí.. Æ svo mikill foss e-ð.. En mjög fallegur! Ætla að setja inn myndir frá þessari ferð svo þið sjáið hvað það var gaman:
Stórvinirnir Bjössi og Þórey Erla
Allir að bíða eftir að Strokkur gjósi..
Erling Elí sætasti :) Algjör monsi !!!!
Ætla að láta þetta duga í bili.. Langar að setja inn næstum allar myndirnar en það tæki sinn tímann því að við tókum tæpar 300 myndir þessa viku :) En þetta var í heildina alveg svakalega skemmtileg ferð! Á þriðudeginum komu svo Arna, Hrund og Thea og gistu eina nótt og það var bara gaman!! Þær eru svo skemmtilegar að það hálfa væri sko hellins ;) En well...
Vona að þið njótið þessara mynda sem ég setti inn og fyrirgefið hvað ég skrifa lítið.. Hehe.. En mér finnst allta svo gaman að sjá svona myndablogg.. Vona því að þetta slái í gegn :)
Kveðja í bili. .. . .Eygló
Tuesday, June 17, 2008
Skemmtilegur 17. júní :)
Arna með 2 af skvísunum sínum!!
Og Erling Elí þarna alsæll með kleinuna sína :)
Íris í hollustunni :)
Sara Ísold ekkert smá einbeitt!!
Þetta var algjör æði dagur :) Við vorum heillengi í þessum garði eða túni og nutum lífsins saman! Hittum Söru og Bigga, sáum Dagný og co og Birgi Kiddason, Yngva og Alís og Línu og Sölku Rut :) Mjög gaman að hitta allt þetta fólk! Veðrið var líka alveg yndislegt! Svolítið rok sem ég var bara ánægð með.. Hefði örugglega bráðnað niður annars! Við keyptum pylsur og þessa sleikjóa handa stelpunm en Arna og Íris biðu hátt í klst í biðröð eftir afgreiðslu! Allt gert fyrir blessuð börnin :) Eðlilega!
Erling Elí sætabaun í flotta vagninum sínum!
Fórum svo öll heim til okkar Bjössa þar sem við grilluðum saman og enduðum daginn saman þannig :) Virkilega skemmtilegur dagur að kveldi kominn!! Ég settist svo út á svalir þegar fólkið mitt fór og sleikti sólina þar þangað til ég gat ekki meira!
En jæja ég ætla að hætta í bili!
Njótið lífsins! Kveðja Eygló blóm
Monday, June 02, 2008
Notalegheit :)
Við fengum svo að fara í kofann á Fitinni á laugardaginn síðasta og vorum þar yfir nóttina :) Mikið rosalega var það notalegt og kósý! Bara að koma í Fljótshlíðina fyllir mann einhverskonar friður og það er ekki hægt annað en að líða vel þar :) Svo gott að koma þangað, ekki það að ég sé e-ð friðlaus eða svoleiðis en æ þið vitið hvað ég meina sem farið þangað oft :):) Paradís á jörðu er kannski nærri lagi :)
Ég hef ekki vitund verið dugleg að blogga síðan ég varð ófrísk :$ Lái mér hver sem vill! Ég skrifa í hverri viku í vefdagbókina á Barnalandi og hef gaman af :) Ég er farin að blómstra og komin með þessa sætu kúlu sem ég er rígmontin af :) Krílið er líka farið að sparka svona skemmtilega og ég brosi alltaf eins og kjáni þegar það byrjar! Er að elska þetta allt saman út í gegn :) Svo mikð kraftaverk og ég er svo þakklát fyrir að fá að ganga með barn, það er sko allt annað en sjálfsagt! Geri mér alveg grein fyrir því núna :) Forréttindi út í gegn! En ég er bara heilsuhraust og hef lést um ca 5 kíló síðan ég varð ólétt en ég er komin 23 og 1/2 viku og tíminn flýgur!!! Sem er svo sem fínt því að þá færist ég nær og nær því að verða mamma :):):)
Við förum í viku sumarfrí þann 20.júní og ég er löngu farin að telja niður dagana :) Við ætlum að fara í sumarbústað, verðum þá helgi öll mín fjölskylda, s.s pabbi, mamma, við systurnar, makar og börn :) Hlakka massa til :) Svo verðum við Bjössi áfram út vikuna :) Svo helgina eftir það er vinnuhelgi á Fitinni yndislegu en þá verða settar upp rólur og sandkassi og fíneri á landinu sem verður æðislegt fyrir krakkana að leika sér í :):)
Við förum svo í 3ja vikna sumarfrí 11.júlí og þá er stefnan tekin norður og er það löngu kominn tími til!!!! Höfum ekki farið síðan um áramótin, en við höfum eiginlega ekki tímt að fara vegna hás bensínverðs og svo eina helgina þegar við ætluðum þá var svo hundleiðinleg veðurspá!! En við förum pottþétt í júlí og ég hlakka miiikið til :):):)
En jæja ég held að þetta sé nóg í bili!! Vonandi læt ég ekki líða 1 og 1/2 mánuð á milli færslna næst :$:$
Ég kveð í bili þó - Eygló yfir sig mikið hamingjusama með lífið :):):):)
Friday, April 18, 2008
Dekur :)
Ég hef nú ekki bloggað í háa herrans tíð eða bráðum mánuð, ég er voðalega löt orðin við þessa síðu en ég er dugleg að uppfæra krílasíðuna okkar :) Meðgangan gengur annars bara mjög vel! Ég er komin 17 vikur á morgun og mér finnst tíminn fljúga!!! Alveg með ólíkindum að það geti komið helgi annan hvern dag (eða svona næstum) Öll ógleði löngu farin, það eina sem ég finn er að ég er voðalega þreytt og lúin á kvöldin :$ Ég þurfti að berjast við að sofna ekki í gær í sófanum og klukkan var ekki nema 19:45, ég hringdi svo í Örnu og spurði hana (meðgöngusnillinginn) hvort þetta væri eðlilegt! Hún tjáði mér svo vera! Ég nefnilega sofnaði svo auðvitað í sófanum!!
Vinnan gengur vel og það er einmitt opið hús á morgun og það verður eflaust skemmtilegt! Annars er nú lítið planað þessa helgi nema taka til og þrífa og hafa það gott :)
Ætla að láta þetta nægja í bili!
Njótið helgarinnar og lífsins elsku vinir :)
Bumbukveðjur Eygló :):):):)
Thursday, March 20, 2008
Páskafrí!
Jú jú, komnir Páskar enn einu sinni :) Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..
Síðustu páska vann ég Nóatúni og allir vita sem lesa þetta blogg hvað gerðist daginn eftir páskana :) Hehe.. Það er að verða ár síða s.s að ég gekk útúr Nóatúni.. :) Fyrsti í páskafríi í dag og við brölluðum aðeins :)
Fórum aðeins í smá bæjarferð og komum svo heim á milli þess sem við ætluðum til ömmu og afa.. Nema hvað ég skil töskuna mína eftir út í bíl og hleyp bara rétt upp með vörurnar og Bjössi með auðvitað, nema hvað þegar við erum svo komin út og erum að labba niður stigaganginn þá uppgötvar Bjössi að hann er lyklalaus :(:( Ég varð "nett" pirruð, mínir lyklar læstir inn í bíl og hans lyklar læstir upp í íbúð! Garg.. Oh pirrandi og enginn með aukalykla hjá okkur! Það endaði með þvi að Bjössi hringdi í mömmu sem fann einhverja lásaopnara sem komu svo á endanum og opnuðu bílinn.. Vá hvað ég varð glöð að komast inn í bílinn.. tók hátt í klukkutíma frá því við læstum okkur úti þangað til við vorum komin til ömmu og afa.. Við stoppuðum þar í rúma 2 klukkutíma og það var mjög gaman bara, spjallað um allt milli himins og jarðar :)
Ég ætlaði að búa til páskaegg handa okkur Bjössa saman en hætti snarlega við þegar ég fékk egg númer 3 frá Nóa frá vinnunni og Bjössi fékk númer 6 frá Nóa! Ekki ætla ég að fara að bæta þriðja egginu við þó svo að Nóa eggin séu ekkert góð.. Mig langar ekkert í þau!! En ætli maður narti ekki e-ð í þau? Sjáum til með það :)
Við erum að hugsa um að kíkja austur annað hvort í kvöld eða á morgun, ætla að leyfa Bjössa að ráða því :)
Eigið gott frí elsku vinir og hafið það gott :)
Eygló hamingjusama
Thursday, March 13, 2008
Gaman að segja frá því :)
Hafið það svakalega gott og eins og og ég sagði í síðasta bloggi að ég myndi koma með skemmtilegra blogg næst :) Vona að þetta gleðji ykkur elsku lesendur :)
Eyglóin + 1 :)
P.s erum búin að gera síðu, þetta er slóðin www.barnaland.is/barn/69896 en hún er læst. Ef þið viljið lykilorðið, sendið þá póst á bjorningij@internet.is :)
Saturday, March 08, 2008
Titill
Ég hef ekki beint haft heilsu til þess síðustu daga. Búin að liggja í flensunni alla vikuna og er búið að líða hreint hörmulega.. Rúmlega 39 stiga hiti í 3 daga, hósti, höfuðverkur og allt sem fylgir þessari ljótu pest! Í dag er 6. dagurinn sem ég held mig inni og ég verð líka inni á morgun en ég vona svoo að Guð gefi að ég komist í vinnuna á mánudaginn! Þetta er orðið gott! Er betri núna með hverjum deginum og þetta er besti dagurinn minn síðan fyrir viku :)
Ég hef nú ekki brallað margt þessa viku, skiljanlega, en síðustu helgi var ég á móti í Kotinu og það var fínt, ég var nú reyndar orðin hálfslöpp og naut mín því ekki alveg eins og ég hefði getað.. Við Arna áttum svo afmæli á sunnudaginn og það er nú alltaf svoo skemmtilegt :) Svo innilega mikið dagurinn manns e-ð :) Þegar við komum til pabba og mömmu, en þau voru að passa fyrir Örnu, þá tók á móti okkur, auðvitað gullin hennar Örnu, kjúklingur og sósa, og svoooo pakkar :):) Hehe.. Einni sem finnst það aldrei leiðinlegt :) Frá pabba og mömmu fékk ég kápu, alveg meiriháttar flotta og skvísulega, er að hrikalega ánægð með hana :):) Takk fyrir mig sætu :)
Þegar ég loksins komst heim til Bjössa míns, þá beið mín risa pakki á eldhúsborðinu :):):):) Hann var svo sætur að gefa mér glænýjan gsm síma !!!! Ég hoppaði næstum hæð mína! Minn gamli var að detta í það að verða 3 og 1/2 árs svo að þetta var alveg kærkomið :) Ótrúlega flottur, þunnur og glæsilegur Nokia sími! Takk fyrir mig elskan mín :):)
Svo er ég bara búin að vera lasin síðan á afmælisdaginn.. Við ætluðum að halda smá fullorðinsafmæli hérna hjá okkur Bjössa í kvöld en urðum að aflýsa því vegna heilsu, Arna er nefnilega komin með flensuna líka og ég ekki alveg orðin góð :(
En jæja ég ætla að láta þetta gott heita.. Næsta blogg verður örugglega skemmtilegra, ekkert svona mikið veikindavesen vonandi :)
Eigið góða helgi öll sömul
Eygló
Tuesday, February 26, 2008
Nú jæja!
Lífið alltaf jafn gott bara og skemmtilegt! Helgina var t.d alveg meiriháttar! Á laugardaginn var ég sótt af Hrund og Theu þar sem Bjössi var nú á námskeiði til að undirbúa sig enn betur fyrir sveinsprófið sem er næstu helgi :) Við fórum til Örnu og þaðan lá leiðin í Kolaportið :) Mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða mannlífið og vörurnar sem er verið að selja, margt algjört kompudrasl en sumt barasta alveg flott sko! Við keyptum okkur svo hveitikökur og flatkökur og döðlubrauð og fórum heim og smökkuðum á því eftir að hafa komið við í Hagkaup!
Um kvöldið fórum við allar í sitthvora áttina og ég auðvitað heim til Bjössa míns. Við höfðum það bara kósý saman og horfðum á eurovision forkeppnina og vorum alveg hæstánægð með úrslitin! Þau (Friðrik Ómar og Regína Ósk) voru alveg hrikalega flott og atriðið æði :) Þau eiga pottþétt eftir að verða Íslandi til sóma í Serbíu!
Á sunnudeginum fór ég svo með Örnu og Hrund austur, og svo ennþá meira austur! Við fórum s.s með pabba og mömmu austur í Fljótshlíð, nánar tiltekið á Föðurland í kofann okkar :) Fyrst var alveg ískalt og ég fór undir teppi og hreyfði mig ekki því að þá varð mér enn kaldara.. En svo fór nú smám saman að hitna og verða notalegra, við fengum okkur smá snarl þar í kósýheitunum og svo skelltu pabbi og mama sér uppí Kot að heimsækja Hansa og Auju og komu svo og sóttu okkur í kofann.. Pabbi bauð okkur svo á Gallerý Pizza og mikið eru pizzurnar þar góðar :) Var komin heim um 22 um kvöldið og þar með lauk helginni!
Mjög skemmtilegt helgi að baki.. Er svo að fara á mótið í Kotinu næstu helgi og það verður örugglega alveg magnað! Bjössi verður á fullu í sveinsprófinu þá og hann sagði mér endilega að fara á mótið með Örnu og Hrund.. Well, það verður örugglega mjög gaman hjá okkur!
Og svo má ekki gleyma því að ég á afmæli (jújú og Arna líka auðvitað) á sunnudaginn og hlakka mikið til :) Við ætlum nú bara að hafa pínu ponsu veislu en það er alltaf gaman að halda upp á afmælið sitt samt sem áður :)
Njótið lífsins, það er svo frábært!
Eyglóin rétt bráðum afmælisbarn! :):):):)